Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 77
75
Tafla 34. Verðhækkun helstu gjaldmiðla gagnvart krónunni 1982, %.
Sterlings- Dönsk Vestur-þýskt
Dollar pund króna mark SDR
Frá upphafi til loka árs 103,4 71.4 77,4 92,3 92,4
Að meðaltali 72,9 49,0 46,4 60,1 61,1
Til marks um hækkun dollargengis á árinu 1982 má nefna, að á því ári
hækkaði erlendur gjaldeyrir að meðaltali um 61% í verði gagnvart íslenskri
krónu, en sé dollar sleppt nemur hækkunin um 50%. Hækkun á dollargengi
gagnvart krónunni var 73%, þ. e. dollarinn hækkaði um 15% gagnvart öðrum
viðskiptamyntum íslendinga miðað við vægi þeirra mynta í íslenskum við-
skiptum við önnur lönd. Gengi sterlingspunds hefur ekki síst ráðist af
breytingum olíuverðs í heiminum. í ágúst 1980, þegar pundið stóð sem hæst, var
meðalskráning þess 2,39 dollarar. í desember 1982 var pundið skráð 1,62
dollarar og í júlí 1983 var það að jafnaði skráð á 1,53 dollara og nemur lækkun
pundsins því meira en þriðjungi frá ágúst 1980. Frá upphafi til loka árs 1982
hækkaði dollargengi um 18,7% gagnvart sterlingspundi, um 5,8% gagnvart
þýsku marki og um 7% gagnvart japönsku yeni.
Nokkur Evrópulönd felldu formlega gengi gjaldmiðla sinna á árinu 1982 og
má sérstaklega nefna Frakkland og Ítalíu auk Norðurlanda, sem beittu
gengislækkun á árinu, að Danmörku undanskilinni. Gengi sænsku krónunnar
var lækkað um 16% í byrjun október og gengi finnska marksins um 9'/2% um
sama leyti. Nokkrum vikum fyrr hafði norska krónan verið lækkuð tvívegis, um
3% í hvort skipti.
Árið 1981 var fylgt aðhaldsstefnu í gengismálum á íslandi. í stað þess að beita
genginu til að jafna mun innlendrar og erlendrar kostnaðarhækkunar var
gengisskráningu beitt til þess að halda innlendum kostnaðarhækkunum í
skefjum. Sífelldu gengissigi var hætt og þess freistað að halda meðalgenginu
óbreyttu milli formlegra gengisfellinga, sem urðu fjórar á því ári. Frameftir
árinu 1981 gerði það þessari gengisstefnu auðveldara fyrir, að hækkun dollarans
vó að hluta upp þá rýrnun á afkomu útflutningsatvinnuveganna, sem stafaði af
því að meðalgengi krónunnar lækkaði hægar en nam innlendum kostnaðarhækk-
unum. Þessi gengisstefna ýtti hins vegar undir spákaupmennsku, þegar líða tók á
árið, þar sem verð á innflutningi, sem að mestu er skráð í evrópumyntum,
hækkaði mun minna í íslenskum krónum en verð innlendrar samkeppnisvöru.
Þetta ýtti undir innflutning, jafnframt því að rekstrarstaða samkeppnisiðnaðar
og útflutningsgreina versnaði.
Frá og með áramótum 1981/1982 varð stefnubreyting í gengismálum og var
tekin upp aðlögunarstefna að nýju. Gengisskráning var felld niður í ársbyrjun
1982 og gengið fyrst skráð hinn 14. janúar það ár. Var meðalgengi þá um 12%
lægra en við áramót, en það svarar til 13,6% hækkunar á meðalverði erlends