Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 30
28
Tafla 9. Fraínleiðsla eftir atvinnugreinum 1978-1982.
Hlutfallsleg skipting vcrgra þáttatckna. % Brcyting milli ára, %
1978 1979 1980 1981 1982
1. Landbúnaður og vinnsla búvöru 7,2 -5,0 -0,6 -2.5 -0,8
2. Fiskvciðar og vinnsla 16,8 15,9 9,7 0,7 -14,5
3. Iðnaður 12.7 3,0 5,0 0,8 2,0
4. Byggingarstarfscmi 9,3 -2,0 5,0 -1,0 0,0
5. Verslun og vcitingarckstur 10,4 2,0 1.0 5,0 2,0
6. Opinbcr þjónusta og aðrar atvinnugrcinar .... 43,6 3,8 2,8 3,3 2,7
Landsframlciðsla 100,0 4,4 4.1 1,9 -1,2
sem fæst með ráðstöfunaruppgjöri landsframleiðslu1) eins og nánar verður lýst
hér á eftir.
Þær spár fyrir árið 1983, sem hafa verið raktar hér að framan, leiða til þeirrar
niðurstöðu, að útflutningsframleiðslan í heild verði 1% minni en í fyrra. Er þá
gert ráð fyrir, að aukning iðnaðarvöruframleiðslu til útflutnings vegi að miklu
leyti upp þann samdrátt, sem horfur eru á að verði í framleiðslu sjávarafurða.
Horfur um framleiðslubreytingar í þeim greinum, sem selja afurðir sínar og
þjónustu innanlands, eru ákaflega óráðnar. Ljóst er, að úr kaupmætti tekna
yfirleitt dregur á þessu ári og útgjöldum heimilanna sömuleiðis. A hinn bóginn
er líklegt, að samdráttur í almennri eftirspurn komi í ríkari mæli niður á
innfluttum vörum en innlendum, eins og tölur fyrir fyrri helming ársins gefa
raunar til kynna. Samkeppnisstaða þeirra greina, sem keppa við innflutning,
hefur batnað að mun að undanförnu, einkum í kjölfar efnahagsaðgerðanna í
maímánuði. Ymsar þessara greina munu því að líkindum geta aukið markaðs-
hlutdeild sína og haldið umsvifum sínum í horfinu, þrátt fyrir minnkandi
heildareftirspurn. Að öðru leyti má nefna, að gert er ráð fyrir, að umsvif í þeim
greinum, sem háðar eru innlendri eftirspurn, verði töluvert minni í ár en í fyrra.
Samkvæmt þjóðhagsspánni, sem rakin er í þessari skýrslu, er heildarlandsfram-
leiðslan1) talin verða 4-5% minni á þessu ári en árið 1982. Þetta er nokkru minni
samdráttur en spáð er fyrir þjóðarframleiðsluna á árinu, en um þann mun er
nánar fjallað í yfirlitskaflanum um þjóðarframleiðsluna hér á eftir.
1) Þetta hugtak er nánar skilgreint á bls. 66.