Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 62
60
Tafla 26. Utanríkisviðskipti janúar-júní 1982-1983.
Milljónir króna.
Meðalgengi jan.-júní 1982 Meðalgengi janúar-júní 1983
Jan.-júní 1982 Jan.-júní 1983 Breyting %
1982
Vöruútflutningur, fob 3 666 7 299 7 743 6,1
Sjávarafurðir 2 782 5 539 5 340 -3,6
ái 411 818 1 450 77,3
Kísiljárn 76 151 176 16,6
Annað 397 790 777 -1,4
Vöruinnflutningur alls cif 5 019 9 993 8 272 -17,2
Almennur vöruinnflutningur 4 375 8 711 7 448 -14,5
Olía 549 1 093 803 -26,5
Annað 3 826 7 618 6 645 -12,8
Sérstakur vöruinnflutningur 644 1 255 824 -34,3
Vöruskiptajöfnuður fob/cif -1353 -2 694 -532
Vöruskiptajöfnuður fob/fob -793 -1 579 434
Vöruskiptajöfnuður fob/fob án álverksmiðju -941 -1 873 -441
Breyting gjaldeyrisforða -151 82
Breyting gjaldeyrisstöðu -1 981 -895
Tölur um gjaldeyrisforða og gjaldeyrisstöðu eru miðaðar við skráð gengi í lok júní 1983.
árið 1981. Til samanburðar má nefna, að halli á vöruskiptajöfnuði árin 1974 og
1975 var um 10,5% bæði árin og 8,5-9% árin 1967 og 1968.
Vöruskiptahallinn á síðastliðnu ári var mun meiri en reiknað var með í spám. í
þjóðhagsáætlun fyrir árið 1982, sem lögð var fram í október 1981, var gert ráð
fyrir afgangi á vöruskiptajöfnuði, sem svaraði til 2,5% af þjóðarframleiðslu, en
þá var reiknað með 3% aukningu vöruútflutnings. í þjóðhagsspá, sem sett var
fram í mars, var reiknað með um V2% halla á vöruskiptajöfnuði, en þá voru
taldar horfur á um 2,2% aukningu útflutningsverðmætis. Hallann á vöruskipta-
jöfnuði umfram ofangreindar spár má eingöngu rekja til mikils samdráttar í
útflutningi, eins og greint er frá hér að framan.
Allt fram til ársins 1979 voru þjónustuviðskipti í góðu jafnvægi og skiluðu
yfirleitt smávægilegum afgangi. En árið 1979 varð halli, sem nam tæplega 2% af
þjóðarframleiðslu, og árið eftir ágerðist hallinn enn og varð 3,5% af þjóðar-
framleiðslu. Árið 1981 var þjónustujöfnuður neikvæður um 827 milljónir króna,
eða um 4% af þjóðarframleiðslu.
Bráðabirgðatölur fyrir árið 1982 sýna 1 225 milljón króna halla, en í því felst
nokkur bati frá árinu á undan sé reiknað á föstu gengi, en sem hlutfall af
þjóðarframleiðslu var hallinn enn um 4%. Þjónustutekjur jukust um 21% á
föstu gengi og námu 4 584 milljónum króna. Tekjur af erlendum ferðamönnum
jukust um nær 24% á föstu gengi. Erlendum ferðamönnum fjölgaði þó aðeins
um 1% og stafar því aukningin nær eingöngu af meiri tekjum á hvern