Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 93
91
verðlag. Samkvæmt lögum þessum eru fyrrgreindar ákvarðanir Verðlagsráðs
ekki lengur háðar samþykki ríkisstjórnarinnar.
Með lögum nr. 65/1982 um skattskyldu innlánsstofnana er viðskiptabönkum
og sparisjóðum gert að greiða tekju- og eignarskatt í samræmi við ákvæði laga
nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignarskatt. Lögin koma til framkvæmda við
álagningu tekjuskatts og eignarskatts á árinu 1984 vegna tekna á árinu 1983 og
eigna í lok þess árs.
Með lögum nr. 70/1982 var ríkisstjórninni heimilað að beita sér fyrir stofnun
hlutafélags um kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði og að leggja fram 25 milljónir
króna í því skyni á árinu 1982. Framkvæmdir og frekari fjárframlög eru hins
vegar háð samþykki Alþingis.
Júní.
Verðbótahækkun launa fyrir tímabilið júní til ágúst samkvæmt ákvæðum laga nr.
13/1979 reyndist 10,33% og hækkuðu allir launataxtar samkvæmt því.
Hinn 4. júní ákvað yfirnefnd Verðlagsráðs 10,5% almenna hækkun fiskverðs
fyrir tímabilið 1. júní til 31. ágúst.
Niðurgreiðslur búvöru voru auknar um sem svarar 0,3% af framfærsluvísitölu.
Afurðaverð til bænda var hækkað um 14,0%.
Verð áfengis og tóbaks var hækkað um 10,5%.
Bensíngjald var hækkað úr krónum 2,09 á hvern lítra í krónur 2,33 á hvern
lítra eða um 11,5%.
Hinn 30. júní tókust samningar í kjaradeilu Alþýðusambands íslands og
Vinnuveitendasambands íslands. Voru allir gildandi samningar aðila framlengd-
ir til 31. ágúst 1983 með ýmsum breytingum og eru þessar helstar: Grunnkaup
hækkaði frá 1. júlí 1982 um 4% og frá sama tíma tóku gildi ákvæði um
starfsaldurshækkanir og flokkatilfærslur. Að meðtöldum samningum byggingar-
manna frá 15. júní eru laun talin hafa hækkað um 6,3% í fyrsta áfanga
samninganna. Jafnframt var samið um frekari starfsaldurshækkanir og flokka-
tilfærslur á samningstímanum, og er áætlað að samanlögð hækkun nemi um
9,3% á tímabilinu. Samkomulagið kveður á um að greiðslur verðbóta á laun fari
skv. lögum nr. 13/1979 en þó skal draga frá 2,9% aukalega við útreikning
verðbóta 1. september 1982.
Ágúst.
Framfærsluvísitalan í ágústbyrjun reyndist 179 stig og nam hækkunin 11,79% á
tímabilinu maí til ágúst.
Hinn 21. ágúst voru gefin út bráðabirgðalög um aðgerðir í efnahagsmálum.
Helstu ákvæði bráðabirgðalaganna eru þessi: