Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 81
79
Raunvextir innlána voru með allra hæsta móti árið 1981, en þá voru þeir
neikvæðir um 9,5% miðað við lánskjaravísitölu. Á síðasta ári lækkuðu raunvext-
ir nokkuð og miðað við sama kvarða voru þeir neikvæðir um 12,5%. Á móti vó
aukin verðtrygging innlána, en við síðustu áramót voru 26,7% innlána á
verðtryggðum reikningum. í aprílmánuði 1982 voru teknir upp þriggja mánaða
verðtryggðir innlánsreikningar (vaxtalausir) í bönkum og sparisjóðum og í
árslok voru 4,5% innlána á slíkum reikningum. Heildarinnlán í
innlánsstofnunum jukust um 60% árið 1982, eða nokkuð í samræmi við almenna
verðþróun. En árið á undan jukust innlán um 70%, eða verulega umfram
verðbólgu. Veltiinnlán jukust aðeins um 28% árið 1982, enda ávöxtunarkjör
þeirra langtum lakari en annarra innlánsforma. Verðtryggð innlán jukust hins
vegar um 90% og önnur spariinnlán um 57%. Þessar tilfærslur milli reikninga
skýra þann mikla mismun, sem er á vexti hinna ýmsu kvarða peningamagnsins
og fram kemur í töflunni.
Enda þótt dregið hafi úr innlánaaukningunni, varð ekkert lát á útlánum
innlánsstofnana. Á tólf mánaða tímabili, sem náði til aprílloka 1982, jukust
útlánin um 78%, síðan dró nokkuð úr aukningunni um mitt árið, en síðasta
ársþriðjunginn hófst enn á ný veruleg útlánaskriða. í heild jukust útlán
innlánsstofnana um tæp 87% árið 1982. Nokkur hluti útlána er mjög næmur fyrir
verðlags- og ekki síður gengisbreytingum, svo sem endurseljanleg afurðalán og
lán til olíufélaganna. Að þessum lánum undanskildum var útlánaaukningin engu
að síður um 78%. Ljóst er því, að árið 1982 var látið undan mikilli
lánsfjáreftirspurn. Mikil aukning útlána fjármagnaði umframeyðslu þjóðarbús-
ins, sem að verulegu leyti kom fram í halla á viðskiptum við útlönd og versnandi
gjaldeyrisstöðu. Mikil aukning var á lánum til einstaklinga um eins árs bil frá
Tafla 36. Nokkrar peningastærðir 1977-1982.
Breytingar frá upphafi til loka árs, %.
1977 1978 1979 1980 1981 1982
Heildarinnlán innlánsstofnana 42,9 49,6 58,0 67,1 69,9 59,5
Veltiinnlán 44,2 40,1 52,4 69,6 54,3 28,1
Almenn spariinnlán 40,1 43,2 49,3 65,4 82,7 49,3
Bundin innlán 46,8 63,0 70,9 65,8 61,9 82,7
Heildarútlán innlánsstofnana 42,5 39,9 58,0 57,6 73,4 86,6
Endurseld útlán 65,5 50,0 47,8 69,0 40,3 110,8
Önnur lán 35,8 36,3 62,0 53,6 86,4 79,5
Útlán bankakerfisins 36,8 45,3 47,2 52,6 65,4 82,4
Peningamagn og sparifé (M3) 44,0 48,8 55,9 65,4 70,5 58,1
Peningamagn og almennt sparifé (M2) 42,9 43,4 49,4 65,5 74,4 47,6
Peningamagn (Ml) 47,5 40,1 45,8 63,5 60,1 29,5
Scðlar og mynt í umferð 56,5 40,1 29,4 39,2 80,0 33,8
Grunnfé Seðlabankans Til samanburðar: 55,0 55,3 47,7 75,6 66,8 49,4
Breytingar lánskjaravísitölu 29,3 33,4 46,7 54,6 52,6 60,5
Heimild: Seðlabanki íslands.