Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 6
4
atvinnuvegaskýrslna um rekstur og efnahag einstakra atvinnugreina lands-
manna. Frá hausti 1979 hefur árlega birst í þjóðhagsáætlun ríkisstjórnarinnar
efni frá Þjóðhagsstofnun um framvindu og horfur í efnahagsmálum. Auk þess
gaf stofnunin út nokkra bæklinga árin 1981-1982, þar sem birt var yfirlit yfir
framvindu efnahagsmála hverju sinni. Loks er þess að geta, að í apríl 1983 gaf
stofnunin út ágrip helstu þjóðhagsstærða 1982 og þjóðhagsspár 1983. Má segja,
að með því hafi verið horfið aftur til upphaflegu hugmyndarinnar, að freista þess
að birta stutt, tímabær ágrip úr þjóðarbúskapnum, þegar ástæða þótti til. Auk
þessara reglulegu skýrslna birtir stofnunin greinargerðir og skýrslur um einstök
málefni eftir því sem þörf krefur.
Með skýrslunni, sem hér birtist, er ætlunin að taka aftur upp það lag að birta
árlega, eða annað hvert ár, ítarlega skýrslu um þróun efnahagsmála með
tölulegu yfirliti helstu hagstærða síðastliðin fimm til tíu ár, ásamt annál
efnahagsmála. Auk þessara yfirlitsskýrslna er ætlunin að gefa út stutt ágrip um
þjóðarbúskapinn, þegar ástæða er til. Má búast við því, að slíkt ágrip birtist
tvisvar á ári, vor og haust, og fjalli einkum um horfur í efnahagsmálum.
í skýrslunni, sem fer hér á eftir, er einkum fjallað um þróun efnahagsmála
árið 1982 og það sem af er árinu 1983. í inngangi er gefið örstutt yfirlit yfir
efnahagsþróun í umheiminum að undanförnu og dregnar saman niðurstöður um
framvindu og horfur hér á landi, auk þess sem þar er lýst í stuttu máli fyrstu
efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem tók við 26. maí síðastliðinn. í
meginmáli skýrslunnar er fjallað um einstaka þætti þjóðarbúskaparins á árunum
1982 og 1983. f viðauka er annáll efnahagsmála og ítarlegt safn hagtalna síðustu
ára.
Við gerð þessarar skýrslu er stuðst við upplýsingar fjölmargra aðila. Seðla-
banki íslands hefur veitt margvíslegar upplýsingar um peninga- og lánamál og
greiðslujöfnuð við útlönd. Stuðst er við upplýsingar frá fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun og ríkisbókhaldi um fjármál ríkisins. Skýrslur Fiskifélags íslands eru
mikilvægar heimildir. Víða er stuðst við heimildir frá Hagstofu íslands, einkum
um utanríkisverslun og verðlagsþróun en einnig um önnur atriði. Þá eru
fréttabréf Kjararannsóknarnefndar mikilvægar heimildir, að því er varðar
launamál og vinnutíma.
Hér er aðeins getið helstu heimilda, en víða í skýrslunni er stuðst við athuganir
og upplýsingar frá öðrum en þeim, sem nefndir voru hér að framan, bæði
opinberum aðilum og einkaaðilum. Eiga þeir þakkir skildar fyrir veittar
upplýsingar. Öll efnismeðferð er að sjálfsögðu á ábyrgð Þjóðhagsstofnunar
einnar, ekki síst þar sem sumt, sem hér er sagt um nýliðna tíð, er reist á
áætlunum, sem fylla í eyður fyrirliggjandi heimilda. Sama gildir vitaskuld um
það mat á horfum á líðandi ári, sem hér kemur fram.
Reykjavík í ágúst 1983.
Þ j óðhagsstof nun.
Jón Sigurðsson.