Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 6

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 6
4 atvinnuvegaskýrslna um rekstur og efnahag einstakra atvinnugreina lands- manna. Frá hausti 1979 hefur árlega birst í þjóðhagsáætlun ríkisstjórnarinnar efni frá Þjóðhagsstofnun um framvindu og horfur í efnahagsmálum. Auk þess gaf stofnunin út nokkra bæklinga árin 1981-1982, þar sem birt var yfirlit yfir framvindu efnahagsmála hverju sinni. Loks er þess að geta, að í apríl 1983 gaf stofnunin út ágrip helstu þjóðhagsstærða 1982 og þjóðhagsspár 1983. Má segja, að með því hafi verið horfið aftur til upphaflegu hugmyndarinnar, að freista þess að birta stutt, tímabær ágrip úr þjóðarbúskapnum, þegar ástæða þótti til. Auk þessara reglulegu skýrslna birtir stofnunin greinargerðir og skýrslur um einstök málefni eftir því sem þörf krefur. Með skýrslunni, sem hér birtist, er ætlunin að taka aftur upp það lag að birta árlega, eða annað hvert ár, ítarlega skýrslu um þróun efnahagsmála með tölulegu yfirliti helstu hagstærða síðastliðin fimm til tíu ár, ásamt annál efnahagsmála. Auk þessara yfirlitsskýrslna er ætlunin að gefa út stutt ágrip um þjóðarbúskapinn, þegar ástæða er til. Má búast við því, að slíkt ágrip birtist tvisvar á ári, vor og haust, og fjalli einkum um horfur í efnahagsmálum. í skýrslunni, sem fer hér á eftir, er einkum fjallað um þróun efnahagsmála árið 1982 og það sem af er árinu 1983. í inngangi er gefið örstutt yfirlit yfir efnahagsþróun í umheiminum að undanförnu og dregnar saman niðurstöður um framvindu og horfur hér á landi, auk þess sem þar er lýst í stuttu máli fyrstu efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem tók við 26. maí síðastliðinn. í meginmáli skýrslunnar er fjallað um einstaka þætti þjóðarbúskaparins á árunum 1982 og 1983. f viðauka er annáll efnahagsmála og ítarlegt safn hagtalna síðustu ára. Við gerð þessarar skýrslu er stuðst við upplýsingar fjölmargra aðila. Seðla- banki íslands hefur veitt margvíslegar upplýsingar um peninga- og lánamál og greiðslujöfnuð við útlönd. Stuðst er við upplýsingar frá fjárlaga- og hagsýslu- stofnun og ríkisbókhaldi um fjármál ríkisins. Skýrslur Fiskifélags íslands eru mikilvægar heimildir. Víða er stuðst við heimildir frá Hagstofu íslands, einkum um utanríkisverslun og verðlagsþróun en einnig um önnur atriði. Þá eru fréttabréf Kjararannsóknarnefndar mikilvægar heimildir, að því er varðar launamál og vinnutíma. Hér er aðeins getið helstu heimilda, en víða í skýrslunni er stuðst við athuganir og upplýsingar frá öðrum en þeim, sem nefndir voru hér að framan, bæði opinberum aðilum og einkaaðilum. Eiga þeir þakkir skildar fyrir veittar upplýsingar. Öll efnismeðferð er að sjálfsögðu á ábyrgð Þjóðhagsstofnunar einnar, ekki síst þar sem sumt, sem hér er sagt um nýliðna tíð, er reist á áætlunum, sem fylla í eyður fyrirliggjandi heimilda. Sama gildir vitaskuld um það mat á horfum á líðandi ári, sem hér kemur fram. Reykjavík í ágúst 1983. Þ j óðhagsstof nun. Jón Sigurðsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.