Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 55
53
hækkaði svo nokkuð í vetrarbyrjun en lækkaði í lok ársins eins og bensínverð en
þó mun minna. Verð á svartolíu var yfirleitt stöðugra en bensín- og gasolíuverð á
árinu 1982. Að meðaltali var skráð verð á bensíni á Rotterdammarkaði árið 1982
um 9% lægra en árið áður, gasolíuverð 3% lægra en svartolíuverð 11% lægra. í
sambandi við þessar tölur verður að hafa í huga, að verðbreytingar á
Rotterdammarkaði koma misjafnlega fram í verslunarskýrslum og jafnan með
allmikilli töf. Þetta skiptir án efa miklu máli um þá verðlækkun, sem orðið hefur
á þessu ári. Samkvæmt þeim spám um viðskiptakjör, sem gerðar voru í
sumarbyrjun, voru taldar horfur á að útflutningsverð yrði að jafnaði á árinu 1%
hærra í dollurum en í fyrra. Spáin um innflutningsverð benti hins vegar til 1%
hækkunar miðað við meðalgengi, eða sem talið var geta svarað til 2-3%
lækkunar í dollurum. Samkvæmt þessu voru taldar horfur á, að viðskiptakjörin
yrðu 3% betri í ár en í fyrra.
Nú liggur fyrir viðskiptakjarauppgjör fyrri helmings þessa árs og sýnir það ívið
meiri bata en spáð hefur verið. Þessu veldur minni breyting innflutningsverðs í
krónum en búist hafði verið við. Miðað við meðalgengi hefur verð almenns
vöruinnflutnings án olíu haldist óbreytt miðað við meðaltal ársins 1982, en verð
alls innflutnings hefur lækkað um rösklega 1%. Reiknað í dollurum hefur
útflutningsverð orðið rösklega 1% lægra en að meðaltali í fyrra, innflutningsverð
án olíu hefur lækkað um 3-4%, olíuverð lækkað um 10% og verð alls
innflutnings um 4-5%. Viðskiptakjörin hafa því reynst yfir 4% betri en að
meðaltali í fyrra, en að álviðskiptunum slepptum er batinn um 3'/2%. Álvið-
skiptin eiga því drjúgan hlut í þessum bata. Hlutur olíuverðsins er þó enn meiri,
því lækkun þess veldur ein sér um n/2% viðskiptakjarabata.
Þrátt fyrir nokkurn bata umfram spá, sem tölur fyrri helmings ársins bera með
sér, hefur henni ekki verið breytt. Ætla má, að bati viðskiptakjaranna stafi að
hluta af afar háu gengi dollars á fyrri hluta þessa árs, sem kynni að ganga til baka
á síðari hluta ársins. Jafnframt er hætt við, að þróun innflutningsverðs verði
óhagstæðari síðari hluta ársins en fyrri hlutann.
Um einstaka liði spárinnar um viðskiptakjör má nefna, að horfur um
útflutningsverðlag á þessu ári eru ákaflega mismunandi eftir greinum. Því er
spáð, að verð á frystum sjávarafurðum verði um 3% hærra í dollurum en að
meðaltali í fyrra. Verðið var á fyrri helmingi ársins 2V2% hærra en meðalverðið í
fyrra, þannig að nokkra verðhækkun þarf á síðari hluta árs til þess að spáin
rætist. Saltfiskverð lækkaði aftur á móti að mun á síðari hluta árs 1982 og kom þá
þegar fram hluti þeirrar miklu verðlækkunar frá fyrra ári, sem felst í gildandi
samningum við Portúgali. Horfur eru nú á, að meðalverð á útfluttum saltfiski,
eins og það birtist í verslunarskýrslum ársins, verði 10-15% lægra í dollurum en í
fyrra. Á fiskmjöli og lýsi virðist hins vegar um nokkra verðhækkun að ræða. Allt
er í óvissu um skreiðarútflutning og skreiðarverð, en frekar má búast við lækkun
á meðalverði. Síldarmarkaður er afar erfiður um þessar mundir. í heild er í
spánni gert ráð fyrir, að dollarverð á sjávarvörum lækki að meðaltali um 3-4%