Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 59
57
erlends verðlags. Innflutningsþróunin var æði skrykkjótt árið 1981 og gætti þar
meðal annars áhrifa þeirrar stefnubreytingar í gengismálum, er horfið var frá
stöðugu gengissigi en genginu í þess stað breytt í fáum og fremur litlum skrefum
en haldið stöðugu þess á milli. Þessi stefna kann að hafa ýtt undir spákaup-
mennsku. Fyrstu tvo mánuði ársins 1981 varð vöruinnflutningur með minnsta
móti, næstu þrjá mánuðina jókst hann verulega og eftir samdrátt um sumarmán-
uðina reis mikil innflutningsalda, sem stóð til áramóta. Sé breyting almenns
vöruinnflutnings árið 1982 borin saman við árið á undan, kemur í ljós nokkur
aukning á innflutningi fyrri hluta ársins, eða um 9%, en um 5% minnkun seinni
hlutann. Sé hins vegar litið á þróun almenns innflutnings yfir árið og
mánaðarinnflutningurinn færður til meðalgengis þess, sést, að innflutningsþró-
unin hefur verið furðu jöfn yfir árið, þrátt fyrir lækkun raungengis eftir því sem á
það leið. Almennur vöruinnflutningur, reiknaður á föstu meðalgengi, var allt
árið 1982 um 0,5% minni en 1981. Að olíuinnflutningi slepptum jókst almennur
vöruinnflutningur um 1,5% á árinu. Olíuviðskipti fara fram í dollurum og
reiknaður í þeim minnkaði olíuinnflutningur um nær 16%. Heildarandvirði
innflutnings (fob) var 10 364 milljónir króna, eða 54% meira en árið áður, en
það svarar til 4,4% samdráttar, þegar reiknað er á föstu meðalgengi.
í þjóðhagsreikningum og -spám er reynt að meta magnbreytingar innflutn-
ings. Er þá tekið tillit til verðbreytinga í erlendum gjaldeyri auk gengisbreytinga
krónunnar. Meðalverðlag heildarinnflutnings á síðasta ári lækkaði um 1,3% á
föstu meðalgengi, en langt er síðan innflutningsverðlag hefur lækkað. Verðlag
almenns vöruinnflutnings annars en olíu lækkaði þó óverulega. Að raungildi
minnkaði heildarinnflutningur um 3,1% eftir 6,8% aukningu 1981, en almennur
innflutningur jókst um 0,8% eftir 7% aukningu árið áður. Veruleg magn-
minnkun varð í innflutningi olíu, eða 5,6%, og hefur olíuinnflutningur því
dregist saman í þrjú ár í röð, um 22% í heild. Almennur vöruinnflutningur að
olíu frátalinni jókst um 2,3% (9,8% 1981) og var það nokkru minni aukning en
gert var ráð fyrir í haustspá. Hinn svonefndi sérstaki vöruinnflutningur (skip,
flugvélar og innflutningur til stóriðju) varð rösklega fjórðungi minni en árið
1981. Innflutningur skipa og flugvéla dróst saman um réttan fjórðung, saman-
borið við 6% samdrátt 1981 og þriðjungs aukningu 1980. Meginástæða
samdráttarins í fyrra voru tafir á afhendingu skipa, en jafnframt var sett bann við
innflutningi fiskiskipa í ágúst 1982. Innflutningur vegna framkvæmda Landsvirkj-
unar minnkaði um meira en helming, en þessi liður er mjög breytilegur eftir því
hvernig stendur á raforkuframkvæmdum.
Þrátt fyrir verulegar sviptingar í gengi einstakra gjaldmiðla undanfarinn
áratug hafa litlar breytingar orðið á skiptingu innflutnings eftir viðskiptasvæð-
um. Af einstökum viðskiptasvæðum eru lönd Efnahagsbandalags Evrópu
langmikilvægust, hvað innflutning varðar, en allt að þriðjungur alls vöruinn-
flutnings kemur frá Vestur-Þýskalandi, Bretlandi og Danmörku. Gengissveiflur
virðast fyrst og fremst hafa áhrif á hlutdeild landa, sem selja svipaðar vörur, og