Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 53
Utanríkisviðskipti
Viðskiptakjör.
Viðskiptakjörin gagnvart útlöndum rýrnuðu um 1,5% árið 1982 eftir um 1%
bata árið 1981, en tvö næstu árin á undan höfðu þau rýrnað samtals um 13%.
Rýrnun viðskiptakjaranna árin 1979 og 1980 stafaði fyrst og fremst af hækkun
olíuverðs, þó svo að síðara árið hafi verðlækkun á frystiafurðum einnig átt
töluverðan þátt í óhagstæðri breytingu viðskiptakjaranna. Viðskiptakjarabatinn
árið 1981 stafaði allur af hækkun á gengi Bandaríkjadollars gagnvart helstu
Evrópumyntum, en dollarinn vegur mun þyngra í útflutningstekjum Islendinga
en í innflutningi. Þróun gengismála í heiminum gerði þannig heldur betur en að
vega upp fremur óhagstæða þróun útflutnings- og innflutningsverðs árið 1981.
Árið 1982 snerist viðskiptakjaraþróunin hins vegar við og viðskiptakjörin
versnuðu vegna töluverðrar lækkunar útflutningsverðs, einkum á sjávarafurð-
um, áli og kísiljárni.
Meðalverð vöruútflutnings, samkvæmt verslunarskýrslum Hagstofu íslands,
hækkaði um 56,5% í krónum milli áranna 1981 og 1982. Sé miðað við gengi
dollars, hefur útflutningsverð lækkað um 9,5%, en sé miðað við meðalhækkun á
verði erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni (vegið með hlutdeild landa og
mynta í utanríkis- og gjaldeyrisviðskiptum) hefur útflutningsverðið lækkað um
2,8%. Verð á sjávarafurðum var 8'/2% lægra í dollurum að meðaltali í fyrra en
árið áður. Verð á frystiafurðum lækkaði heldur í dollurum og saltfiskverð
Tafla 20. Vísitölur útflutningsverðs og innflutningsverðs á föstu gengi og vísitala
viðskiptakjara 1979—19821).
1978=100.
Breyting frá fyrra ári, %
1979 1980 1981 1982 1980 1981 1982
Útflutningsverð ......................................... 108 115 124 121 6,6 8,1 -2,8
Ánáls ................................................ 106 111 123 121 4,6 10,6 -1,6
Innflutningsverð......................................... 119 131 140 138 10,3 7,1 -1,3
Án innflutnings til álvers............................ 120 131 140 138 9,1 6,9 -1,4
þ. a. olía............................................. 191 225 256 246 18,0 13,9 -3,9
þ. a. annað .......................................... 108 115 120 119 6,2 5,0 -0,7
Viðskiptakjör............................................. 90,8 87,7 88,6 87,3 —3,4 1,0 —1,5
Án viðskipta álvers ................................... 88,2 84,6 87,6 87,4 —4,1 3,5 —0,2
1) Vegið með hlutdeild landa í utanríkisviðskiptum og hlutdeild mynta í gjaldeyrisviðskiptum.