Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 71
69
Tafla 32. Greiðsluafkoma A-hluta ríkissjóðs janúar-júní 1981-1983.
Milljónir króna.
1981 1982 1983
Innheimtar tekjur Greidd gjöld 2 543 2 605 4 067 4 029 6 402 7 213
Rekstrarjöfnuður (Rekstrarjöfnuður sem % af tekjum) Lánahreyfingar utan Seðlabanka Viðskiptareikningar -62 (-2,4%) 54 -74 38 (0,9%) -2 -129 -811 (-12,7%) -84 -287
Greiðslujöfnuður -82 -93 -1 182
Hagstæða afkomu ríkissjóðs á undanförnum árum má að nokkru rekja til
vaxandi skattheimtu. Samkvæmt áætlunum fyrir árið 1982 virðist hafa orðið
verulegur rekstrarafgangur hjá ríkissjóði, eða um 850 milljónir króna, þ. e.
rúmlega 8% af tekjum ársins. Ríkistekjur eru taldar hafa aukist um tæplega 64%
miðað við 1981, eða um 8% umfram verðlag, en gjöld um 55%, eða um 2%
umfram verðlag. Hlutfall ríkistekna af þjóðarframleiðslu hækkaði því verulega,
eða úr 30,7% 1981 í rúmlega 33% 1982. Hér skiptir vitaskuld töluverðu, að
þjóðarframleiðslan dróst saman um 2% á árinu, en engu að síður er ljóst, að á
þennan mælikvarða hafa umsvif ríkisins í þjóðarbúskapnum aukist verulega
miðað við fyrra ár.
Ef geta skal einstakra tekjustofna, má nefna, að beinir skattar hafa hækkað
um 83% milli 1981 og 1982. Skiptir þar inestu veruleg hækkun álagðs
tekjuskatts, þar með talinn nýr skattur á innlánsstofnanir. Mikil hækkun varð á
álögðum skatti félaga, eða um 85% miðað við 1981. Tekjuskattur einstaklinga
hækkaði einnig talsvert, þó mun minna en hjá félögum, eða um 60%.
Um óbeinu skattana skal þess getið, að innheimta söluskatts jókst um 60%,
eða um 6% umfram hækkun verðlags, almenn aðflutningsgjöld jukust um 52%
og bensíngjald um 60%. Tekjur af innflutningsgjaldi af bílum minnkuðu hins
vegar um 20%, þrátt fyrir verulega aukningu bílainnflutnings á árinu, enda var
gjaldhlutfallið lækkað á árinu. Tekjur af sérstöku vörugjaldi jukust um 74% og
skipti þar mestu, að hlutfallið var hækkað verulega á síðari hluta ársins með
bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar í ágúst 1982. Tekjur af launaskatti hækk-
uðu um 63%, þrátt fyrir lækkun launaskatts af fyrirtækjum í fiskverkun og
iðnaði, enda var gjalddögum fjölgað úr fjórum í fimm á ári. Loks má nefna, að
vaxtatekjur ríkisins jukust verulega, eða um 165%.
Mikil tekjuaukning ríkissjóðs á síðasta ári stafaði því í fyrsta lagi af aukinni
veltu innanlands og innflutningi, sem til dæmis skilaði sér í auknum toll- og
söluskattstekjum; í öðru lagi hækkaði álagning tekjuskatts verulega umfram
verðbreytingar; í þriðja lagi var sköttum breytt á þann veg, að það leiddi til
aukinna tekna, ýmist með hækkun gjaldhlutfalls (sérstakt vörugjald) eða tíðari
innheimtu (launaskattur). Loks má í fjórða lagi nefna, að nýir skattar voru