Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 98
96
til nóvemberloka. Hið nýja verð gildir til áramóta og var ákveðið í samræmi við
ákvæði bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar frá í ágúst.
Bensíngjald var hækkað úr krónum 2,33 á hvern lítra í krónur 3,06 á hvern
lítra eða um 31,3%.
Flugvallagjald var hækkað í krónur 250 fyrir hvern farþega, sem ferðast frá
íslandi til annarra landa. Nemur hækkunin um 56%.
Áfengis- og tóbaksverð var hækkað um 8%.
Yfirfasteignamatsnefnd ákvað framreikningsstuðla fyrir skráð matsverð fast-
eigna á öllu landinu með hliðsjón af breytingu verðlags fasteigna við kaup og
sölu frá síðasta viðmiðunartíma matsins fram til 1. nóvember. Ákvað nefndin
framreikning á matsverði fasteigna þannig að á höfuðborgarsvæðinu hækki
matsverð íbúðarhúsnæðis um 78%, en allar aðrar fasteignir, þ. m. t. lóðir
íbúðarhúsa, hækki um 65%.
Seðlabankinn dró á innstæðu sína hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fjárhæð,
sem nam 9,1 milljón sérstakra dráttarréttinda.
Desember.
Afurðaverð til bænda var hækkað um 10,96%.
Með reglugerð nr. 704/1982 um láglaunabætur var kveðið á um að reikna
skyldi út bætur til lágtekjufólks í samræmi við heimild í bráðabirgðalögum
ríkisstjórnarinnar frá ágúst síðastliðnum. Stofn til útreiknings er launatekjur
skv. skattframtali 1982, en af þessum stofni að frádregnum krónum 25.000
reiknast 12% bætur. Láglaunabætur eru greiddar út í áföngum. Bætur þær, sem
greiddar voru í desember, eru fyrsti greiðsluáfangi og nema greiðslur í þeim
áfanga 55/180 af heildarfjárhæð reiknaðra bóta.
Alþingi samþykkti fjárlög ársins 1983. Skattvísitala var ákveðin 152 miðað við
100 árið á undan.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitti Seðlabankanum svokallað jöfnunarlán að
fjárhæð 21,5 milljónir sérstakra dráttarréttinda. Lánið er veitt til að jafna að
hluta lækkun útflutningstekna á árinu og gengur lánsféð til þess að styrkja
gjaldeyrisstöðuna. Lántakan er án sérstakra skilyrða af hálfu sjóðsins.
Alþingi samþykkti lög nr. 90/1982 um breytingar á lögum um orlof.
Samkvæmt hinum nýju lögum er orlof lengt, þannig að fyrstu fimm laugardagar í
orlofi teljast ekki orlofsdagar. Jafnframt kveða lögin á um að atvinnurekandi
skuli greiða í orlofsfé 10,17% af launum í stað 8,33% áður.
Hinn 31. desember ákvað yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins að fiskverð
skyldi hækka um 14% frá áramótum og skyldi hið nýja verð gilda til febrúarloka
1983. Leitast var við að auka verðmun milli gæðaflokka. Forsendur hækkunar-
innar voru þær, að olíugjald yrði framlengt óbreytt árið 1983, að Olíusjóður
fiskiskipa yrði rekinn í því skyni að greiða niður olíuverð, að sjóðurinn yrði