Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 104
102
(6) Bráðabirgðalög um verðlagsmál.
Bráðabirgðalögin kveða á um, að á tímabilinu frá gildistöku laganna til 31.
janúar 1984 skuli verðlagsyfirvöld aðeins leyfa óhjákvæmilega hækkun verðs
eða endurgjalds fyrir vöru og þjónustu. Að því er launakostnað varðar, er
óheimilt að miða verð eða gjaldskrá við hærri laun en ákveðin eru með
bráðabirgðalögum um launamál. Á tímabilinu til 31. janúar 1984 skal og
óheimilt að breyta þeim álagningarreglum eða greiðslukjörum, er giltu hinn 25.
maí 1983, ef slíkt er kaupendum eða neytendum í óhag.
Almennt fiskverð (annað en verð á skarkola) skal hækka um 8% hinn 1. júní
og 4% hinn 1. október 1983 og skal það verð, sem þannig er ákveðið, gilda til
31. janúar 1984.
Fjárhæðir launaliða í þeim verðlagsgrundvelli búvöru, er tekur gildi í
júníbyrjun 1983, skulu hækka um 8%. Verð til framleiðenda samkvæmt honum
skal gilda til 30. september 1983. Hinn 1. október taki gildi nýr verðlagsgrund-
völlur, sem gildi til janúarloka 1984, þar sem fjárhæðir launaliða skulu hækka
um 4% frá því, sem er í júnígrundvelli 1983.
Heimilað er að ákveða sumarverð á kindakjöti og garðávöxtum og sömuleiðis
má, frá 15. september 1983, hækka verð á kjöti og öðrum afurðum af nýslátruðu
sauðfé.
Júní.
Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað í samræmi við bráðabirgðalög ríkisstjórnar-
innar um verðlagsmál, að almennt fiskverð skyldi hækka um 8% frá 1. júní.
Þessi hækkun og ráðstafanir þær, sem kveðið er á um í bráðabirgðalögum
ríkisstjórnarinnar um sjávarútvegsmál, leiddu af sér eftirfarandi:
(a) Hlutur sjómanna hækkaði um 9,7% að meðaltali, þar af hækkaði hlutur
togarasjómanna um 8% og hlutur bátasjómanna um 12,3%;
(b) Hráefniskostnaður fiskvinnslunnar hækkaði að meðaltali um 18%;
(c) Hlutur útgerðarfyrirtækja hækkaði um 22% að meðaltali.
Áfengis- og tóbaksverð var hækkað um 12%.
Bensíngjald var hækkað úr kr. 3,40 á hvern lítra í kr. 4,07 á hvern lítra eða um
19,7%.
í samræmi við yfirlýsingu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um lækkun
skatta og tolla af nauðsynjavörum var ákveðið að lækka tolla af ýmsum
matvælum, borðbúnaði, búsáhöldum, stígvélum, barnavögnum, gleraugum og
heyrnartækjum. í flestum tilvikum var um að ræða lækkun toils úr 80% í 40 %
(brbl. nr. 60/1983).
Innflutningsgjald af bifreiðum og bifhjólum var lækkað með rg. nr. 481/1983.
Nemur lækkunin 8 prósentustigum í hverjum gjaldflokki nema í hinum lægsta,
þar sem gjaldið, sem áður var 7%, var fellt niður. Innflutningsgjald af bifhjólum
og beltabifhjólum (vélsleðum) var lækkað úr 17% í 10%.