Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 26
24
Tafla 7. Magnvísitala iðnaðarframleiðslu 1975—1982.
1975 = 100.
Áætlun
1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982
Magnvísitala 111 124 130 134 140 142 145
Breytingar frá fyrra ári, % 11,4 11,6 4,7 3,2 4,7 1.2 2.0
þeim efnum að styðjast við ýmsar vísbendingar, meðal annars úr hagsveifluvog
iðnaðarins. Þessar vísbendingar gefa til kynna, að iðnaðarvöruframleiðslan hafi
aukist nokkuð á liðnu ári. Hagsveifluvogin og útflutningur iðnaðarvöru gefa til
kynna, að í heild hafi iðnaðarvöruframleiðslan aukist um l-H/2% síðasta ár.
Aðrar heimildir eins og söluskattsskýrslur benda til ívið meiri veltubreytingar
umfram verðlagsbreytingar en að framan greinir. Því er nú talið líklegast, að
iðnaðarvöruframleiðslan í heild hafi aukist um 2% árið 1982, eftir um 1%
aukningu árið 1981. Vöxtur iðnaðarframleiðslunnar hefur því verið hægur
síðastliðin tvö ár í samanburði við síðari hluta áttunda áratugarins. Þróun
iðnaðarvöruframleiðslunnar undanfarin sjö ár er sýnd í meðfylgjandi yfirliti um
magnvísitölu iðnaðarframleiðslu. Athygli skal vakin á því, að tölur þessar eru
ekki fyllilega sambærilegar hliðstæðum magnvísitölum, sem áður hafa birst, þar
sem flestar viðgerðagreinar eru nú ekki lengur flokkaðar með iðnaði heldur
taldar til þjónustu.
Áætlað er, að árið 1983 muni framleiðsla á iðnaðarvörum til útflutnings
aukast verulega, eins og áður er komið fram, og gæti aukning framleiðslunnar í
heild orðið nærri 9%. Ekki liggja fyrir beinar áætlanir um framleiðslubreytingar
í öðrum iðnaði árið 1983, en á grundvelli vísbendinga úr hagsveifluvog
iðnaðarins fyrir annan ársfjórðung 1983 er að vænta talsverðrar framleiðslu-
aukningar á árinu. Horfur í þessum efnum virðast nú bjartari en á fyrsta
ársfjórðungi, en þá sýndi hagsveifluvog iðnaðarins örlítinn samdrátt og aðrar
heimildir eins og til dæmis söluskattsskýrslur bentu til minni veltubreytinga en
sem svaraði verðbreytingum á sama tíma.
Þær heimildir, sem nú eru tiltækar um afkomu einstakra greina iðnaðar á
þessu ári, benda til þess að hagur útflutningsiðnaðar annars en áls og kísiljárns
sé nú með besta móti, og hann sé þess nú megnugur að skila hærra hlutfalli af
rekstrartekjum sínum upp í fjármagnskostnað en verið hefur um langt skeið.
Hins vegar er á það að líta, að þessi þróun gefur ekki ótvírætt til kynna batnandi
greiðslustöðu, því á móti kemur, að greiðslur fjármagnskostnaðar hafa einnig
aukist í hlutfalli við tekjur. Fjárhagsafkoma álverksmiðjunnar hefur verið afar
slæm undanfarin tvö ár, en horfur eru á, að úr rætist með ört hækkandi
markaðsverði á áli á þessu ári. Rekstur járnblendiverksmiðjunnar gekk einnig
erfiðlega á síðasta ári og varð afkoma fyrirtækisins enn lakari en verið hafði
undanfarin ár. Að undanförnu hefur verð á kísiljárni hækkað mjög og eru því
allar horfur á því, að rekstrarafkoma fyrirtækisins styrkist á árinu.