Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Side 26

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Side 26
24 Tafla 7. Magnvísitala iðnaðarframleiðslu 1975—1982. 1975 = 100. Áætlun 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 Magnvísitala 111 124 130 134 140 142 145 Breytingar frá fyrra ári, % 11,4 11,6 4,7 3,2 4,7 1.2 2.0 þeim efnum að styðjast við ýmsar vísbendingar, meðal annars úr hagsveifluvog iðnaðarins. Þessar vísbendingar gefa til kynna, að iðnaðarvöruframleiðslan hafi aukist nokkuð á liðnu ári. Hagsveifluvogin og útflutningur iðnaðarvöru gefa til kynna, að í heild hafi iðnaðarvöruframleiðslan aukist um l-H/2% síðasta ár. Aðrar heimildir eins og söluskattsskýrslur benda til ívið meiri veltubreytingar umfram verðlagsbreytingar en að framan greinir. Því er nú talið líklegast, að iðnaðarvöruframleiðslan í heild hafi aukist um 2% árið 1982, eftir um 1% aukningu árið 1981. Vöxtur iðnaðarframleiðslunnar hefur því verið hægur síðastliðin tvö ár í samanburði við síðari hluta áttunda áratugarins. Þróun iðnaðarvöruframleiðslunnar undanfarin sjö ár er sýnd í meðfylgjandi yfirliti um magnvísitölu iðnaðarframleiðslu. Athygli skal vakin á því, að tölur þessar eru ekki fyllilega sambærilegar hliðstæðum magnvísitölum, sem áður hafa birst, þar sem flestar viðgerðagreinar eru nú ekki lengur flokkaðar með iðnaði heldur taldar til þjónustu. Áætlað er, að árið 1983 muni framleiðsla á iðnaðarvörum til útflutnings aukast verulega, eins og áður er komið fram, og gæti aukning framleiðslunnar í heild orðið nærri 9%. Ekki liggja fyrir beinar áætlanir um framleiðslubreytingar í öðrum iðnaði árið 1983, en á grundvelli vísbendinga úr hagsveifluvog iðnaðarins fyrir annan ársfjórðung 1983 er að vænta talsverðrar framleiðslu- aukningar á árinu. Horfur í þessum efnum virðast nú bjartari en á fyrsta ársfjórðungi, en þá sýndi hagsveifluvog iðnaðarins örlítinn samdrátt og aðrar heimildir eins og til dæmis söluskattsskýrslur bentu til minni veltubreytinga en sem svaraði verðbreytingum á sama tíma. Þær heimildir, sem nú eru tiltækar um afkomu einstakra greina iðnaðar á þessu ári, benda til þess að hagur útflutningsiðnaðar annars en áls og kísiljárns sé nú með besta móti, og hann sé þess nú megnugur að skila hærra hlutfalli af rekstrartekjum sínum upp í fjármagnskostnað en verið hefur um langt skeið. Hins vegar er á það að líta, að þessi þróun gefur ekki ótvírætt til kynna batnandi greiðslustöðu, því á móti kemur, að greiðslur fjármagnskostnaðar hafa einnig aukist í hlutfalli við tekjur. Fjárhagsafkoma álverksmiðjunnar hefur verið afar slæm undanfarin tvö ár, en horfur eru á, að úr rætist með ört hækkandi markaðsverði á áli á þessu ári. Rekstur járnblendiverksmiðjunnar gekk einnig erfiðlega á síðasta ári og varð afkoma fyrirtækisins enn lakari en verið hafði undanfarin ár. Að undanförnu hefur verð á kísiljárni hækkað mjög og eru því allar horfur á því, að rekstrarafkoma fyrirtækisins styrkist á árinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.