Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 61
59
Tafla 25. Innflutningur 1981-1983.
Milljónir króna Magnbreytingar
fob. á verðlagi hvors árs frá fyrra ári, %
Spá
1981 1982 1981 1982 1983
Skip og flugvélar................................... 334 399 -6,0 —25,0 1,5
Landsvirkjun ....................................... 130 92 169,0 —55,5 -20,0
Stóriðja ........................................... 556 721 -3,5 -18,3 6,5
Sérstakur innflutningur .......................... 1 020 1 212 4,5 —25,2 2,9
Almennur vöruinnflutningur ....................... 5 712 9 152 7,0 0,8 -12,5
Þar af: olíuvörur................................. 1 089 1 591 -4,0 -5,6 -3,0
annað..................................... 4 623 7 561 9,8 2,3 -14,5
Vöruinnflutningur, alls .......................... 6 732 10 364 6,8 -3,1 -10,7
Þjónustuinnflutningur ............................ 3 178 5 809 12,7 9,5 3,0
Innflutningur vöru og þjónustu ................... 9 910 16 173 8,6 0,8 -5,8
fjórðung en annar innflutningur um 13%. Innflutningsverð hefur hins vegar
lækkað á þessum tíma að því er virðist og innflutningurinn því minnkað minna en
tölur á föstu gengi gefa til kynna. Innflutningsverð í erlendri mynt virðist um 2%
lægra á fyrri hluta þessa árs en á sama tíma í fyrra, en um 1% lægra en að
meðaltali í fyrra. Þar af hefur olíuverð, reiknað í dollurum, lækkað um 8% frá
fyrri hluta árs 1982 en um 10% frá meðaltali ársins 1982. Samkvæmt þessu hefur
vöruinnflutningurinn í heild á fyrri hluta þessa árs dregist saman um 15—16%
frá sama tíma í fyrra, almenni innflutningurinn hefur minnkað um 12—13%,
olíuinnflutningur um 25% og annar almennur innflutningur um 11%.
Búist er við, að enn dragi úr almennum innflutningi á síðari hluta ársins, bæði
vegna kaupmáttaráhrifa efnahagsráðstafananna í lok maí svo og vegna áhrifa
gengisbreytingarinnar í maílok á hlutfallið milli innflutningsverðs og innlends
verðlags. Fyrir árið allt er nú reiknað með, að sérstakur vöruinnflutningur (skip,
flugvélar, innflutningur til stórvirkjana, álverksmiðju og járnblendiverksmiðju)
aukist lítillega að raungildi vegna framleiðsluaukningar stóriðjuveranna. Olíu-
innflutningur er talinn verða 3% minni að magni en í fyrra, en annar almennur
vöruinnflutningur 15% minni. í heild er reiknað með, að vöruinnflutningur
dragist saman um 11% að raungildi á árinu. Þessi spá er nokkuð óviss vegna
þeirrar óvissu, sem almennt ríkir um áhrif þeirra miklu breytinga, sem orðið
hafa í efnahagsmálum á árinu.
Viðskiptajöfnuður — Greiðslujöfnuður.
Eins og fram hefur komið varð þróun utanríkisviðskipta afar óhagstæð á
síðastliðnu ári. Samkvæmt bráðabirgðatölum reyndist halli á vöruskiptajöfnuði
1 885 milljónir króna, sem svarar til um 6% af þjóðarframleiðslu, en var um 1%