Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 92
90
Hinn 1. apríl kvað Kjaradómur upp úrskurði um sérkjarasamninga flestra
aðildarfélaga BHM og sama dag kvað Kjaranefnd upp úrskurði um sérkjara-
samninga nokkurra aðildarfélaga BSRB. Var hér einkum um að ræða flokkatil-
færslur og breytingar á starfsaldursákvæðum.
Maí.
Framfærsluvísitalan í maíbyrjun reyndist 160 stig og nam hækkunin 10,87% á
tímabilinu febrúar til maí.
Niðurgreiðslur búvöru voru auknar um sem svarar 2,0% af framfærsluvísitölu.
Lög nr. 19/1982 um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Lögin
kveða á um framlengingu fyrri ákvæða um þennan skatt fyrir árið 1982 og helst
skatturinn óbreyttur, 1,4% af fasteignamatsverði.
Lög nr. 25/1982 um tímabundið olíugjald til fiskiskipa; kveðið er á um að
olíugjald, sem fiskkaupendur greiða útgerðarfyrirtækjum, skuli á árinu 1982
vera 7% miðað við fiskverð eins og það er ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegs-
ins. Olíugjald kemur ekki til hlutaskipta eða aflaverðlauna.
Ný reglugerð um tollafgreiðslugjald tók gildi (nr. 230/1982) þar sem meðal
annars er kveðið á um, að aðföng til samkeppnisiðnaðar skuli vera undanþegin
gjaldinu.
Lög nr. 26/1982 um atvinnuréttindi útlendinga. Lögin kveða meðal annars á
um að ekki þurfi að sækja um atvinnuleyfi fyrir danska, finnska, norska og
sænska ríkisborgara, er dvalið hafa þrjú ár samfleytt eða lengur í landinu.
Ríkisstjórninni var heimilað að semja um hækkun á hlutafé íslands í
Alþjóðabankanum úr 22,2 milljónum bandaríkjadollara í allt að 68 milljónir
bandaríkjadollara miðað við gullgengi dollara þann 1. júlí 1944 (lög nr. 32/1982).
Vegna mun minni þorskafla togara fyrstu mánuði ársins en búist hafði verið
við var með reglugerð nr. 234/1982 dregið úr takmörkunum á þorskveiðum
skuttogara þannig að á tímabilinu 1. maí til 31. ágúst eru þorskveiðar bannaðar í
45 daga samtals, og þar af skal hvert skip láta af þorskveiðum í að minnsta kosti
25 daga á tímabilinu 1. júlí til 31. ágúst.
Lög nr. 45/1982 um breyting á lögum um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði.
Með lögunum er ríkisstjórninni heimilað að auka hlutafjárframlag sitt til
fyrirtækisins úr 13.2 í 19 milljónir dollara svo og að veita sjálfskuldarábyrgð á
erlendu láni, er félagið tekur, allt að 6 milljónum dollara.
Lög nr. 52/1982 um breyting á lögum nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnis-
hömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Kveða lögin meðal annars á um að
samkeppnisnefnd verði lögð niður og að Verðlagsráði sé heimilt að fella
verðlagningu á vöru og þjónustu undan verðlagsákvæðum þegar samkeppni er
að dómi ráðsins nægileg til að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt