Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Blaðsíða 102
100
viðræður stjórnmálaflokka um stjórnarmyndun var gengisskráning felld niður
frá og með 25. maí.
Ný ríkisstjórn settist að völdum hinn 26. maí undir forsæti Steingríms
Hermannssonar og tók hún við af ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsen.
Ríkisstjórnin greip þegar til eftirtalinna ráðstafana í efnahagsmálum:
(1) Gengisbreyting.
Hinn 27. maí var gengi krónunnar fellt um 14,6% gagnvart bandaríkjadollar og
var gengi annarra mynta skráð í samræmi við það. Hækkaði verð erlends
gjaldeyris að meðaltali um 17,1%. Tilkynnt var, að í framhaldi af þessari
gengisbreytingu væri fyrirhugað að stöðva reglulegt gengissig og stefna að sem
mestum stöðugleika í gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldeyri,
eftir því sem aðstæður innanlands og utan frekast leyfðu.
(2) Bráðabirgðalög um launamál.
Kveðið er á um að ákvæði laga nr. 13/1979 um verðbætur á laun skuli ekki gilda
á tímabilinu 1. júní 1983 til 31. maí 1985. Sama máli gegni um ákvæði í
kjarasamningum um greiðslu verðbóta á laun á þessu tímabili. Verðbótavísitala
skal eigi reiknuð á tímabilinu.
Frá gildistöku þessara laga til 31. maí 1985 er óheimilt að ákveða, að kaup,
laun, þóknun, ákvæðisvinnutaxti eða nokkurt annað endurgjald fyrir unnin
störf, eða nokkrar starfstengdar greiðslur skuli fylgja breytingum vísitölu eða
annars hliðstæðs mælikvarða á einn eða annan hátt. Tekur þetta til kjarasamn-
inga stéttarfélaga og til allra vinnusamninga, til kjaradóma og úrskurða í málum
opinberra starfsmanna, svo og til launareglugerða og launasamþykkta allra
fyrirtækja, stofnana og starfsgreina.
Laun skulu hækka um 8% hinn 1. júní 1983, þó skulu lágmarkstekjur fyrir
fulla dagvinnu samkvæmt gildandi ákvæðum í kjarasamningum aðildarfélaga
Alþýðusambands íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hækka um
10% hinn 1. júní 1983. Laun og lágmarkstekjur skulu hækka um 4% hinn 1.
október 1983.
Frekari hækkun launa eða annarra slíkra greiðslna er óheimil á tímabilinu 25.
maí 1983 til 31. janúar 1984, hvort sem um hana er samið fyrir eða eftir
gildistöku þessara bráðabirgðalaga. Þetta tekur þó ekki til persónubundinna
launabreytinga að gefnum launastiga, samkvæmt reglum, sem komnar eru í
framkvæmd fyrir gildistöku laganna.
Allir gildandi og síðast gildandi kjarasamningar framlengjast til 31. janúar
1984 með þeim breytingum á verðbóta- og kaupgjaldsákvæðum sem hér hafa
verið raktar.
(3) Bráðabirgðalög um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum.
Kveðið er á um, að þegar fiskiskip selur afla í erlendri höfn eða afhendir hann til
vinnslu án þess að sala fari fram, greiði fiskkaupandi eða fiskmóttakandi