Þjóðarbúskapurinn

Eksemplar

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Side 102

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Side 102
100 viðræður stjórnmálaflokka um stjórnarmyndun var gengisskráning felld niður frá og með 25. maí. Ný ríkisstjórn settist að völdum hinn 26. maí undir forsæti Steingríms Hermannssonar og tók hún við af ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsen. Ríkisstjórnin greip þegar til eftirtalinna ráðstafana í efnahagsmálum: (1) Gengisbreyting. Hinn 27. maí var gengi krónunnar fellt um 14,6% gagnvart bandaríkjadollar og var gengi annarra mynta skráð í samræmi við það. Hækkaði verð erlends gjaldeyris að meðaltali um 17,1%. Tilkynnt var, að í framhaldi af þessari gengisbreytingu væri fyrirhugað að stöðva reglulegt gengissig og stefna að sem mestum stöðugleika í gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldeyri, eftir því sem aðstæður innanlands og utan frekast leyfðu. (2) Bráðabirgðalög um launamál. Kveðið er á um að ákvæði laga nr. 13/1979 um verðbætur á laun skuli ekki gilda á tímabilinu 1. júní 1983 til 31. maí 1985. Sama máli gegni um ákvæði í kjarasamningum um greiðslu verðbóta á laun á þessu tímabili. Verðbótavísitala skal eigi reiknuð á tímabilinu. Frá gildistöku þessara laga til 31. maí 1985 er óheimilt að ákveða, að kaup, laun, þóknun, ákvæðisvinnutaxti eða nokkurt annað endurgjald fyrir unnin störf, eða nokkrar starfstengdar greiðslur skuli fylgja breytingum vísitölu eða annars hliðstæðs mælikvarða á einn eða annan hátt. Tekur þetta til kjarasamn- inga stéttarfélaga og til allra vinnusamninga, til kjaradóma og úrskurða í málum opinberra starfsmanna, svo og til launareglugerða og launasamþykkta allra fyrirtækja, stofnana og starfsgreina. Laun skulu hækka um 8% hinn 1. júní 1983, þó skulu lágmarkstekjur fyrir fulla dagvinnu samkvæmt gildandi ákvæðum í kjarasamningum aðildarfélaga Alþýðusambands íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hækka um 10% hinn 1. júní 1983. Laun og lágmarkstekjur skulu hækka um 4% hinn 1. október 1983. Frekari hækkun launa eða annarra slíkra greiðslna er óheimil á tímabilinu 25. maí 1983 til 31. janúar 1984, hvort sem um hana er samið fyrir eða eftir gildistöku þessara bráðabirgðalaga. Þetta tekur þó ekki til persónubundinna launabreytinga að gefnum launastiga, samkvæmt reglum, sem komnar eru í framkvæmd fyrir gildistöku laganna. Allir gildandi og síðast gildandi kjarasamningar framlengjast til 31. janúar 1984 með þeim breytingum á verðbóta- og kaupgjaldsákvæðum sem hér hafa verið raktar. (3) Bráðabirgðalög um ráðstafanir í sjávarútvegsmálum. Kveðið er á um, að þegar fiskiskip selur afla í erlendri höfn eða afhendir hann til vinnslu án þess að sala fari fram, greiði fiskkaupandi eða fiskmóttakandi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.