Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 59

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 59
57 erlends verðlags. Innflutningsþróunin var æði skrykkjótt árið 1981 og gætti þar meðal annars áhrifa þeirrar stefnubreytingar í gengismálum, er horfið var frá stöðugu gengissigi en genginu í þess stað breytt í fáum og fremur litlum skrefum en haldið stöðugu þess á milli. Þessi stefna kann að hafa ýtt undir spákaup- mennsku. Fyrstu tvo mánuði ársins 1981 varð vöruinnflutningur með minnsta móti, næstu þrjá mánuðina jókst hann verulega og eftir samdrátt um sumarmán- uðina reis mikil innflutningsalda, sem stóð til áramóta. Sé breyting almenns vöruinnflutnings árið 1982 borin saman við árið á undan, kemur í ljós nokkur aukning á innflutningi fyrri hluta ársins, eða um 9%, en um 5% minnkun seinni hlutann. Sé hins vegar litið á þróun almenns innflutnings yfir árið og mánaðarinnflutningurinn færður til meðalgengis þess, sést, að innflutningsþró- unin hefur verið furðu jöfn yfir árið, þrátt fyrir lækkun raungengis eftir því sem á það leið. Almennur vöruinnflutningur, reiknaður á föstu meðalgengi, var allt árið 1982 um 0,5% minni en 1981. Að olíuinnflutningi slepptum jókst almennur vöruinnflutningur um 1,5% á árinu. Olíuviðskipti fara fram í dollurum og reiknaður í þeim minnkaði olíuinnflutningur um nær 16%. Heildarandvirði innflutnings (fob) var 10 364 milljónir króna, eða 54% meira en árið áður, en það svarar til 4,4% samdráttar, þegar reiknað er á föstu meðalgengi. í þjóðhagsreikningum og -spám er reynt að meta magnbreytingar innflutn- ings. Er þá tekið tillit til verðbreytinga í erlendum gjaldeyri auk gengisbreytinga krónunnar. Meðalverðlag heildarinnflutnings á síðasta ári lækkaði um 1,3% á föstu meðalgengi, en langt er síðan innflutningsverðlag hefur lækkað. Verðlag almenns vöruinnflutnings annars en olíu lækkaði þó óverulega. Að raungildi minnkaði heildarinnflutningur um 3,1% eftir 6,8% aukningu 1981, en almennur innflutningur jókst um 0,8% eftir 7% aukningu árið áður. Veruleg magn- minnkun varð í innflutningi olíu, eða 5,6%, og hefur olíuinnflutningur því dregist saman í þrjú ár í röð, um 22% í heild. Almennur vöruinnflutningur að olíu frátalinni jókst um 2,3% (9,8% 1981) og var það nokkru minni aukning en gert var ráð fyrir í haustspá. Hinn svonefndi sérstaki vöruinnflutningur (skip, flugvélar og innflutningur til stóriðju) varð rösklega fjórðungi minni en árið 1981. Innflutningur skipa og flugvéla dróst saman um réttan fjórðung, saman- borið við 6% samdrátt 1981 og þriðjungs aukningu 1980. Meginástæða samdráttarins í fyrra voru tafir á afhendingu skipa, en jafnframt var sett bann við innflutningi fiskiskipa í ágúst 1982. Innflutningur vegna framkvæmda Landsvirkj- unar minnkaði um meira en helming, en þessi liður er mjög breytilegur eftir því hvernig stendur á raforkuframkvæmdum. Þrátt fyrir verulegar sviptingar í gengi einstakra gjaldmiðla undanfarinn áratug hafa litlar breytingar orðið á skiptingu innflutnings eftir viðskiptasvæð- um. Af einstökum viðskiptasvæðum eru lönd Efnahagsbandalags Evrópu langmikilvægust, hvað innflutning varðar, en allt að þriðjungur alls vöruinn- flutnings kemur frá Vestur-Þýskalandi, Bretlandi og Danmörku. Gengissveiflur virðast fyrst og fremst hafa áhrif á hlutdeild landa, sem selja svipaðar vörur, og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.