Þjóðarbúskapurinn

Issue

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 5

Þjóðarbúskapurinn - 01.08.1983, Page 5
Formáli Með þessu 7. hefti er ritröðinni um þjóðarbúskapinn fram haldið eftir nokkurra ára hlé, en 6. hefti Þjóðarbúskaparins kom út í október 1977. Því fer þó fjarri, að þessi útgáfustarfsemi Þjóðhagsstofnunar hafi legið niðri þau ár, sem síðan eru liðin. Þvert á móti hefur birting almenns efnis um efnahagsmál farið vaxandi, en ýmis atvik hafa ráðið því, að yfirlitsskýrslur af því tæi, sem hér birtist, hafa ekki komið út á þessu tímabili. Ástæða er því til þess að fylgja þessu hefti úr hlaði með nokkrum orðum um breytingar, sem orðið hafa að undanförnu eða fyrirhugaðar eru á næstunni, á útgáfustarfsemi stofnunarinnar. Ritröðin um þjóðarbúskapinn hófst undir því heiti með útgáfu í júlí 1972. Á næstu árum var sú útgáfustefna tekin, að freista þess að gefa út undir heitinu Þjóðarbúskapurinn einu sinni á ári, eða annað hvert ár, allítarlega prentaða skýrslu um þjóðarhag á næstliðnu ári eða árum, þegar sæmilega traustar heimildir lægju fyrir, og lýsa jafnframt framvindu á líðandi ári. I þessum skýrslum birtust einnig annálar helstu atburða á sviði efnahagsmála og töfluviðauki með tölum um helstu hagstærðir fimm til tíu ár aftur í tímann. Jafnframt þessum prentuðu yfirlitsskýrslum gaf Þjóðhagsstofnun síðan út fjölrit undir heitinu Úr þjóðarbúskapnum til þess að koma á framfæri, þegár ástæða þótti til, efni um þjóðarbúskapinn með skjótari og einfaldari hætti en með útgáfu ítarlegrar, prentaðrar yfirlitsskýrslu. Fyrsta fjölrit Þjóðhagsstofnun- ar, Úr þjóðarbúskapnum, kom út í nóvember 1974 en hið 13. í mars 1982. Þessi rit komu yfirleitt út einu sinni eða tvisvar á ári. Á árunum eftir 1977 skipuðust útgáfumálin þannig, að útgáfan Úr þjóðarbú- skapnum varð helsti farvegur almenns efnis um efnahagsmál frá Þjóðhagsstofn- un, en útgáfa lengri yfirlitsskýrslna lá niðri. Þessi breyting varð fyrst og fremst vegna breyttra aðstæðna í starfi stofnunarinnar en að nokkru leyti einnig vegna breytinga á útgáfutækni, meðal annars aukinnar notkunar ljósprentunar. Smám saman óx umfang ritsins Úr þjóðarbúskapnum verulega og síðustu árin var lítill munur orðinn á því og Þjóðarbúskapnum á árunum 1974-1977, að öðru leyti en því, að hvorki fylgdi annáll efnahagsmála né töfluviðauki með talnaröðum um þróun efnahagsmála yfir langt árabil. Stofnunin gaf síðan sérstaklega út í september 1982 annál efnahagsmála árin 1977-1981 og hefur auk þess hafið sérstaka útgáfu á þjóðhagsreikningaefni í þjóðhagsreikningaskýrslum, en tvær slíkar hafa verið gefnar út til þessa, Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 í október 1982 og Búskapur hins opinbera 1945-1980 í janúar 1983. Þá heldur stofnunin áfram útgáfu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Þjóðarbúskapurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðarbúskapurinn
https://timarit.is/publication/1367

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.