Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Síða 22
stæða; munurinn á gervimenni og manni er ekki skýr. Samkvæmt goðsögunni um gólemið er það klárlega ekki maður, en í pragversku út- gáfunum læðist mennskan að. Sömuleiðis er skrýmsli Frankensteins gert eins andstætt hon- um og hægt er með því að leggja áherslu á hrollvekjandi einkenni þess, morðæði og illsku, en í viðtökum skáldsögunnar hafa skapari og skapnaður verið felldir saman í eitt nafn. Þetta er tilhneiging sem heldur áfram í sögu sæborgarinnar á tuttugustu öld; í upphafi er sett fram skýr andstæða milli sæborgar og manns, en eftir því sem á líður sögu/mynd kemur í Ijós að þessi andstæða gengur ekki upp. Frægt dæmi um þetta er róbótaleikrit Tékkans Karels Capeks, RUR, frá árinu 1921, eða Rossums Universal Robots eins og það er kallað á ensku, en þar kemur orðið robot fyrst fyrir. Róbótaleikritið byrjar á því að ung stúlka heimsækir eyju nokkra, en þar eru höfuðstöðv- ar róbótaframleiðslunnar. Stúlkan hefur póli- tíska hugsjón og vill berjast fyrir réttindum ró- bótanna sem eru seldir um allan heim sem ódýrt vinnuafl, og fær einn róbótaverkfræðing- inn til að gefa róbótunum aukna sjálfsvitund, en almennt séð eru róbótarnir lausir við tilfinning- ar og aðra álíka mannlega kvilla. Sjálfsvitund ró- bótanna verður að sjálfsögðu til þess að þeir taka höndum saman, yfirtaka heiminn og út- rýma mannkyninu. Þannig er Ijóst að manngild- ishugsjón stúlkunnar er jafnfáránleg og gróða- hugsjónin sem liggurað baki framleiðslu róbót- anna. En sjálfsvitundin virðist líka hafa þróað með þeim tilfinningar, því að í lok leikritsins fella tvö af róbótunum hugi saman og leiðast rómantískt út í náttúruna með mjög greinileg- um edenískum undirtónum! Yfirleitt eru verk Capeks túlkuð sem gagnrýni á vélvæðingu og tæknihyggju þarsem gervi- menni hans eru séð í neikvæðu Ijósi, en gagn- rýni hans beinist ekki síður að mannkyninu og 'misnotkun' þess á vélum og tækni. Það hefur lengi verið viðtekin hugmynd að verk sem fjalla um samskipti og baráttu manna og véla séu fyrst og fremst að fordæma vélhyggju, og haldi fram manngildi. Samkvæmt þessu er vélinni stillt upp gegn manninum til þess að undirstrika illsku vélhyggjunnar og yfirburði mannsins. Á undanförnum árum hefur þessi sýn verið gagn- rýnd og bent á að við nánari lestur verkanna kemur oft í Ijós heilmikill tvískinnungur, þarsem Ijóst verður að andstæðan milli manna og véla er ekki eins einhlít og hún virðist í fyrstu, og að oft fela þessi verk í sér sterka gagnrýni, bæði á samfélag mannanna í heild sinni, svo og hefð- bundnar hugmyndir um mennsku. í RÍTFftekurCapek upp þræði frá nítjándu ald- ar verkum eins og Frankenstein og The Island of Dr. Moreau, vefur inn í nútímatækni og skap- ar þannig nýja goðsögn úr þessum bókmennta- legu mýtum. Þessi nýja goðsögn hefur síðan verið mjög áhrifarík: til dæmis má benda á að frægasta skáldsaga Philips K. Dicks Do Androids Dream of Electric Sheepl (1968) er greinilega undir miklum áhrifum frá leikriti Capeks, en eftir þeirri skáldsögu gerði Ridley Scott kvikmyndina Blade Runner (1982) sem hafði varanleg áhrif á vísindamyndir. Þess ber einnig að geta að sex árum eftir að Capek skrif- aði RUR gerði þýski kvikmyndagerðarmaðurinn Fritz Lang myndina Metropolis, sem eins og áður sagði fjallar um það hvernig verkalýðurinn er orðinn vélrænn vegna of náinna tengsla við þær vélar sem hann vinnur við. Sjálfur þurfti Capek ekki að leita langt til að finna goðsagnir um vinnuglöð gervimenni, því heimaborg hans Prag er einnig heimkynni gólemsins eins og áður sagði.27 Eina verk Capeks sem hefur verið íslenskað er skáldsagan Salamöndrustríðið, sem kom fyrst út árið 1936, og var síðasta en jafnframt þekktasta verk hans. Sagan segir frá risasala- möndrum nokkrum sem eru þjálfaðar til vinnu, allt þar til þær taka sig saman og varpa af sér oki þrælahaldsins og yfirtaka heiminn, líkt og róbótarnir í RUR.œ Salamöndrurnar voru aðal- lega notaðar til að búa til landfyllingar, en þarsem heimkynni þeirra er hafið, þá verður það fyrsta uppreisnarverk þeirra að sprengja jrtrendui^_og heilu löndin og búa sjálfum sér þannig ný heimkynni. Sagan endar á því að allt er komið á flot og eina von mannkyns er sú að salamöndrurnar læri af manninum og taki að berjast innbyrðis! Sögulok? Það yrði óvinnandi vegur að telja upp þau fjöl- mörgu dæmi um sæborgir sem birst hafa í bók- menntum á tuttugustu öldinni, en birtingar- myndum gervimenna fjölgaði hratt eftir því sem leið á öldina. Þekktar sögur eins og Veröld ný og góð eftir Aldous Huxley sem kom út árið 1932 og 1984 Georges Orwells frá 1949 lögðu línurnar fyrir dystópíur í nálægri framtíð. Veröld ný og góð lýsir samfélagi sem er háð lyfja- neyslu og mótar einstaklinga að vilja yfirvalda og 1984 segir frá algerri hugsanastjórnun yfir- valda í krafti sjónvarpsskjáa og tungumálsstýr- ingar. Vísindaskáldsagan fór snemma að fjalla um gervimenni af ýmsu tagi, og gervimennsku. Frá síðari hluta aldarinnar eru þekktastar sögur eins og áðurnefnd skáldsaga Philips K. Dicks, Do Androids Dreem of Electric Sheep?, róbóta- bækur Isaacs Asimovs, og skáldsögur Marge Piercy, svo örfá dæmi séu nefnd. Skáldsaga J.G. Ballards, Crash, olli ákveðnum hvörfum í sæborgaskrifum en hún gengur út á sæber- ótíska ástríðu gagnvart bílum.29 Á síðustu ára- tugum hefur sæborgin verið áberandi í sæ- berpönki, bókmenntum jafnt sem kvikmynd- um. Af íslenskum dæmum má nefna skáldsög- ur Sjóns um gólembarnið, Augu þín sáu mig (1994) og Með titrandi tár: Glæpasaga (2001), og StáinóttUá 1987 geymir einnig sæborgir. í Borg Rögnu Sigurðardóttur (1990) er samsöm- un Ullu með borginni af sæborgskum toga og í skáldsögu Andra Snæs Magnasonar, LoveStar, er lýst sæborgsku framtíðarsamfélagi, mið- stýrðu af stórfyrirtæki. Á tuttugustu öld bættist kvikmyndin í hóp

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.