Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Qupperneq 36
rammleik og lumi á mörgum góðum ráðum til þeirra sem vilji leika þann leik sjálfir. Þá er það gefið upp að Schrader hafi nú „forstjóra fyrir verzlun sinni, en er hættur sjálfur að taka þátt í rekstri hennar og ver lífi sínu eingöngu í þarfir mannúðar og til hjálpar lítilmagna einstakling- um, bæði meðal manna og málleysingja ..." Loks er klykkt út með því að bókin kosti 10 aura og að allur ágóði af sölunni renni til spítalans á Akureyri. Það er þó á huldu í hve stóru upplagi bókin kom út á sínum tíma eða hvaða viðtökur hún fékk. Formáli bókarinnar er dagsettur nokkru fyrr, eða 10. október 1910, sem bendir til þess að hún hafi verið í farteski Schraders er hann kom hingað út. Enda er ekki stafur í téðu riti sem vísar beint til íslands. Ef til vill hafði Schrader gefið hana út í Bandaríkjunum árið 1910 og formálinn verið skrifaður af því tilefni. Schrader virðist reyndar hafa hafist handa við að skrifa og gefa út bækur um hin aðskiljanleg- ustu málefni eftir 1908 á bæði þýsku og ensku en hingað til hefur leit á breskum og bandarfsk- um bókasöfnum ekki skilað erlendri útgáfu á heilræðum hans. Svo virðist því sem þau hafi aðeins komið út á íslensku þótt þau hafi verið rituð með unga menn alls staðar í heiminum í huga. Heilræði Schraders eru sett saman eins og orðskviðir, í stuttum, meitluðum málsgreinum, sem hver gæti staðið ein og sér á blaði. Schrader kemur víða við og margt sem ber fyr- ir augu er líklega gamalkunnugt stef fyrir flesta sem hafa lagt stund á viðskiptafræði, og skipt- ir jafnmiklu máli nú og fyrir tæpri öld. í viðskipt- um er hugarfarið lykill að árangri. Ungt fólk á að hyggja að framtíðinni og reyna að komast í fremstu röð í öllu sem það tekur sér fyrir hend- ur. „Fáir eru smiðir í fyrsta sinni," segir Schrader. „Segðu aldrei: ég get ekki, segðu heldur: ég skal reyna, því þú getur aldrei sagt hvað þú ert fær um að gjöra fyr en þú reynir. ... Ef þú hefur hugmyndaflug og framkvæmda- hæfileika þá muntu komast áfram." Hér má reyndar þekkja hina miklu bjartsýni og kapp- semi sem stundum hefur verið kennd við am- eríska drauminn. Það er sú trú að allir geti kom- ist áfram af eigin verðleikum ef þeir leggja sig fram í starfi sínu. Schrader vill sýna ungu fólki hvernig það geti grætt fé í viðskiptum. I eftir- mála varar hann samt við því „að gjörast þræl- ar peninganna". Að hans áliti eru peningar að- eins „meðal til þess að ná árangri". Takmarkið eigi að vera „áhyggjulaust líf". Þrátt fyrir þá miklu einstaklingshyggju sem skín af skrifum Schraders - máltækið hver er sinnar hamingju smiðurer yfirskriftin á lokakafla bókarinnar - verður þess ekki vart að hann hafi verið markaðssinni með þeim skilningi sem nú er lagður í orðið. í viðauka um búnaðar- og kaup- sýslumál, sem áður er nefndur, kemurt.d. fram mikil ánægja með fyrstu spor Kaupfélags Eyfirð- inga og SÍS sem hann varð vitni að á Akureyri. Honum finnst kaupmennirnir vera alltof margir á Akureyri og vill ná stærðarhagræði með fækk- un verslana og stækkun. Ennfremur virðast honum hugnast vel aðgerðir íslenskra stjórn- valda í upphafi fyrra stríðs að taka verslunina í sínar eigin hendur. í þessu efni var Schrader að vísu ekki ólíkur mörgum bandarískum iðnjöfr- um, s.s. John Rockefeller eða Henry Ford, sem trúðu á skipulag og stjórnun sterkra einstaklinga fremur en sjálfræði markaðsaflanna, en það er önnur saga. Hins vegar er nú nauðsyn að kynna til sögunnar íslending sem varð þess valdandi að hjálpsemi Schraders fann sér raunverulegan farveg á Akureyri og var helsti hvatamaður þess að Akureyringar virtu hjálpsemi hans. Héraðslæknirinn og hans frú Þegar Schrader kom til Akureyrar var Stein- grímur Matthíasson (f. 1876) héraðslæknir á Akureyri. Steingrímur var rómaður fyrir læknis- störf sín og þótti með afbrigðum kvikur og vinnusamur. Hann var vakandi fyrir nýjungum í sinni grein enda mikill málamaður og hafði gott vald á ensku, frönsku, norsku, dönsku og þýsku. Hann var einna fyrstur til þess að gera keisaraskurð hérlendis og ritaði einnig margar greinar um heilsufræði í íslensk blöð. Þeir Schrader virðast fljótt hafa orðið vinir og Stein- grímur var honum til aðstoðar í öllum þeim mál- um sem hann bar fyrir brjósti meðan hann dvaldist hérlendis. Steingrímur þýddi m.a. Heil- ræði fyrir unga menn í verzlun og viðskiftum sem að ofan er getið, og gerði það með stakri prýði. Heilræðin eru gagnyrt en samt er yfir þeim léttleiki og lipurð sem einkennir aðeins þá penna sem er mjög lagið að koma hugsunum sínum á blað. Steingrímur átti heldur ekki langt að sækja ritleiknina en faðir hans var Matthías Jochumsson þjóðskáld. Schrader varð í raun heimilisvinur hjá læknishjónunum en hann virð- ist ekki aðeins hafa sótt félagsskap til Stein- gríms heldur einnig til læknisfrúarinnar Kristínar Þórðardóttur Thoroddsen (f. 1885). Kristín var mikil heimskona og málamanneskja líkt og maður hennar. Hún var t.d. fyrsta konan í Eyja- firði til þess að láta klippa á sig drengjakoll. Kristín var systir Emils Thoroddsens tónskálds og mjög tónelsk. Hún lék á píanó en Schrader á selló og þau hittust reglulega til þess að spila saman. Kunningsskapur Schraders við læknis- hjónin varð síðan lykillinn að því að Schrader gæti látið til sín taka í akureyrsku samfélagi, en flest af því sem hann gjörði þar nyrðra var með hjálp annars hvors þeirra, þar með taldar þær byggingaframkvæmdir sem Schrader réðst í á Akureyri og hafa helst haldið minningu hans á lofti þar nyrðra. Caroline Rest í byrjun tuttugustu aldar var hesturinn enn þarfasti þjónn landsmanna og bændur sóttu ríð-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.