Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Page 39
Hjálpsami Þjóðverjinn sem hvarf tmm bls. 37 viðurkenningu þessa forpokaða fólks, sem honum finnst að þurfi svo mikið á honum að halda. Öll hans hjálpsemi virðist raunar vera sem ákall um viðurkenningu eða leit eftir full- vissu um að hann hafi raunverulega náð árangri með erfiði sínu. Þessi þrá Schraders bergmálar í bók hans um hesta og reiðmenn og heyrist einnig sterkt í þeim fréttatilkynningum sem Steingrímur skrifar fyrir hann í akureyrsk blöð. Og svo þegar landsmenn taka honum aðeins sem góðviljuðum sérvitringi sem hæfilega mik- ið mark er takandi á tekur hann það geipilega óstinnt upp. Þetta sést vel af sögu sem Steingrímur læknir tilfærir í eftirmælum um Schrader, ásamt hvatningu til bænda að kaupa bók hans um hesta og reiðmenn, og birt var í fslendingi 14. apríl 1916. Steingrímur segir að Schrader hafi oft þurft að „dýrka menn til þess að leyfa að taka myndir af sjer." Eitt sinn hafi hann gengið að lestarfólki sem var að koma í kaup- stað og hafði stansað úti við kaupfélagið á Akureyri. Schrader bað um að fá að taka mynd af fólkinu á hestbaki og miðað við Ijósmynda- tæknina á þeim tíma krafðist það töluverðrar þolinmæði af ferðafólkinu. Kvenfólkinu í hópn- um leist ekki svo illa á þessa hugmynd en karl- mennirnir „nentu ekki eða þóttust ekki mega eyða tíma í þann óþarfa og servisku." Schrader lætur þá Ijósmyndara sinn þýða eftirfarandi setningu frá sér fyrir fólkið: „Jeg eyði öllum mínum tíma hjer í ykkar þarfir en þið viljið ekki gera mjer augnabliksgreiða á móti." Þá létfólk- ið loksins til leiðast. Samt sem áður virðist Schrader ekki hafa fært mikla peninga hingað til lands. Að vísu var bygging Caroline Rest töluvert fyrirtæki, en þó hjóm eitt miðað við þá fjármuni sem hann virð- ist hafa varið til fátækraaðstoðar í Bandaríkjun- um. Hjálpsemi hans við Islendinga fólst fyrst og fremst í því að búa á meðal þeirra. En sú spurning vakir samt af hverju hann kaus að skrá sig inn á Hótel Akureyri vorið 1912 og dvelja þar til dauðadags fjarri vinum og fjöl- skyldu. Vísbendingar um svarið má ef til finna í tildrögum þess að hann fyrirfór sér haustið 1915. Um endalok Schraders Haustið 1915 gaf Schrader til kynna að hann vildi halda aftur til Þýskalands. Steingrímur læknir útvegaði honum far með síldarbátnum Helga magra sem var á leið á síldveiðar við Nor- egsstrendur, en aðrar siglingar lágu niðri vegna stríðsins. Skipstjóri Helga magra, Stefán Jóns- son frá Knarrarbergi, segir í endurminningum sínum að þá hafi honum virst Schrader vera „mjög aldraður orðinn". Hann hafi einnig verið sjúkur „og svo farlama að hjálpa varð honum upp og niður stiga". Ef fæðingarár Schraders er rétt fært í bandarískum skrám (1858) hefur hann þó aðeins verið 57 ára og þess vegna fjarri því að vera gamalmenni ef miðað er við aldur. Allt bendir því til þess að hann hafi verið farinn að þjást af einhvers konar hrörnunarsjúk- dómi sem hafi rænt heilsu hans og fjörvi. Þeg- ar kom að brottför gerði Schrader sér ferð til Kristínar, konu Steingríms læknis/ og skildi þar eftir sellóið sitt sem hann hafði svo oft leikið á við undirspil hennar, en hélt síðan til skips. Hljóðfærið var lúið og gamalt og alls ekki jafn ríkmannlegt og búast hefði mátt við. Það hafði greinilega fylgt Schrader um mjög langa hríð, ef til vill frá því að hann var ungur og fátækur æskumaður, en nú vildi hann skilja við það. Var þetta fyrirboði þess sem á eftir fór. Að kvöldi annars dags eftir að siglingin hófst lét Schrader bera sig upp á þilfar og sat þar alla nóttina í austanandvara og tunglskini. Þegar kom undir morgun bað hann um að allur hans farangur yrði sóttur, lét síðan henda skjölum „íslenzk börn" kallast þessi mynd í bók Schraders Hestar og reiðmenn á Islandi. Myndin er tekin á Akureyri.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.