Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Side 61
Er „TINA" flagð? tmm bls. 59 flutt út til fátækari landa.16 Alltént gæti saga Botswanalands bent til þess að Krugman hefði á réttu að standa. Þar í landi mun vera meiri hagvöxtur og kjör almennt betri en annars staðar í Afríku. Orsökin kann að vera sú að stjórnvöld hafa fetað hinn þrönga stíg markaðsvæðingar og opnað landið fyrir erlendum fjárfestingum.17 Annað er upp á teningnum í Keralafylki á Indlandi ef marka má orð manna eins og Amyarta Sen. Fylkið hefur lotið stjórn kommúnista um áraraðir en þeir hafa lokað því fyrir erlendum fjárfestingum. Samt er meðalaldur hærri, læsi meira og heilbrigðisástandið betra en annars staðar á Indlandi.18 Ef til vill sýna þessi tvö dæmi að engin formúla er fyrir því hvernig bæta eigi kjör manna. Hvað sem því líður mættu glóparnir minnast þess að heimurinn var sumpart hnattvæddari fyrir hundrað árum en nú. Til dæmis var hægt að ferðast um Evrópu þvers og kruss án þess að vera með vegabréf. Þessi gamla TINA varð fyrri heimsstyrjöldinni að bráð og TINA nýja kann að vera komin í blindgötu. Soros segir að núverandi efnahagslægð sé forboði þess sem koma skuli, kreppu hnattvæðingarinnar. Þá verður flagðið TINA vart eilíft, þá verða glópagreyin að viðurkenna að hún reyndist heldur vondur kyndilberi. af að kynna sér þá gagnrýni á hnattvæðingu sem rakin hefur verið í þessari grein. Reyndar á ég erfitt með að trúa öðru en talsverður sann- leikskjarni sé ( henni. Hnattvæðingin er kannski bara af hinu góða í draumalíkönum frjálshyggju- hagfræðinga. Þeir gleyma því að hnattvæðingin er ekki bara efnahagsatriði, heldur líka spurning um heilsufar, umhverfisvernd, hryðjuverk og dóp. Hnattvæðingin gæti orsakað stórkostlega sjúkdómsfaraldra og leitt til umhverfisslysa, t.d. með flutningi dýra milli fjarlægra vistkerfa.14 Brögð eru að því síðastnefnda, dýr sem ekki eiga sér náttúrulega óvini í nýju vistkerfi geta útrýmt þeim dýrum sem fyrir voru og valdið með því stórfelldri umhverfisröskun. Víkjum að hryðjuverkum og eiturlyfjum: Án hnattvæðingar væri enginn 11. september, án hnattvæðingar væri eiturlyfjaneysla snöggtum minna vandamál á íslandi en hún nú er. Þá væri væntanlega minna um ofbeldi á íslandi. í ofaná- lag ógnar hnattvæðingin íslenskri tungu og menningu. Hún kiknar undan alþjóðlegri, amer- ískri lágmenningu. Þessi lágmenning er ekki síst myndræns eðlis. Að minni hyggju er fram- sókn myndmiðla á kostnað lesmáls að nokkru leyti sök hnattvæðingarinnar. Það er einfald- lega auðveldara að selja myndir en orð því myndmálið er alþjóðlegt, tungumál miklu síður. Sigur hinna hnattvæddu myndmiðla veldur alls- herjar forheimskun. Hún birtist m.a. í því að ungmenni eiga stöðugt erfiðara með lestur og virðist orsökin vera sjónvarpsgláp og tölvu- leikjamennska.15 Þessi þróun kann að skaða efnahagslífið því þekkingariðnaður nútímans krefst vel læsra starfsmanna. Ekki mun aukin dópneysla og fjölgun afbrota bæta kjörin, sé hnattvæðingin sökudólgurinn getum við spurt okkur: „... höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?" Svar mitt við spurningu skálds- ins er hátt og snjallt „varlal". Hnattvæðingin virðist leiða til alþjóðlegrar stöðlunar, amerísk skrílmenning og ensk tunga leggur allan heim- inn undir sig. Heimsmenningin verður fátækari fyrir vikið. Játað skal að þetta eru flókin mál. Erfitt er að átta sig á því hvort hnattvæðingin sem slík ber ábyrgð á ástandinu eða fólk sjálft, fólk sem hef- ur kosið að verja ævinni fyrir framan imbakass- ann. Það er heldur ekki auðvelt að svara þeirri spurningu hvort fátæku löndin hafa grætt eða tapað á hnattvæðingunni. Einhvers staðar las ég blaðapistil eftir hagfræðinginn Paul Krug- man þar sem sagt var að þriðji heimurinn hefði þénað á henni. Þeir sem tapi séu ófaglærðir verkamenn á Vesturlöndum, störf þeirra séu 1 (sland hefur ameríkaníserast svo mikið á síðasta áratug að útlendingar kalla landið „litlu Ameríku". Ég vona að íslendingar séu stoltir af sjálfum sér. 2 Dupré (1993). „Could there be a Science of Economics?", Midwest Studies in Philosophy, 18 (netútgáfa). 3 Healy (2001): „Er globalisering uungáelig?" (þýð- ing úr ensku) í En annen verden er mulig. Ritstj. Boutrone og Velle. Ósló: Oktober forlag, bls. 74-80. 4 Soros (1997); „The Capitalist Threat", TheAtlantic Monthly, Vol 279, nr. 2, bls. 49-58. 5 Korten (án ártals): „The Betrayal of Adam Smith", úrval úr bókinni When Corporations Rule the World, af heimasíðu The People Development- Centred Forum. 6 Willoch (1999): Tanker i tiden. Ósló: Cappelen, bls. 58-61. 7 Martin og Schumann (1998): Globaliseringsfellen (þýðing úr þýsku). Ósló: Gyldendal. 8 Taka ber skýrt fram að ég hef ekki nógu góða yfir- sýn yfir þessi mál til að geta sagt með vissu hvort þeir hafa á réttu að standa. 9 Skarstein (2001); „Globalisering: Finanskapitalens tyranni", í En annen verden er mulig. Ritstj. Boutrone og Velle. Ósló: Oktober forlag, bls. 32-57. 10 Huntington (1997): The Clash of Civilizations and the Remaking of the World Order. London: Touchstone Books, bls. 67. 11 Gray (2002): „The End of Globalization", Resur- gance, 212, maí/júní (netútgáfa). 12 Ekki spillir fyrir að Gray er fyrrverandi nemandi Hayeks og kennari Hannesar Gissurarsonar! 13 Stiglitz (2000): „What I learned at the World Economic Crisis. The Insider View", The New Republic, 17. apríl (netútgáfa). Stiglitz nefnir ekki Hayek, en hann mun hafa verið einn helsti fulltrúi „strax í gær" stefnunnar. 14 Þessar skepnur eru venjulega „laumufarþegar". 15 Þýska vikuritið Der Spiegel talar um villimennsku sem orsakist af lestrarleysi sjónvarpskynslóðar- innar: „Vorwárts in die Barbarei?" („í átt að villi- mennsku?") Der Spiegel nr. 41, 1998, bls. 272-278. Ég ræði þessi mál í grein minni frá 2002: „The Victory of Visuality", í bandaríska nettímaritinu Popmatters (www.popMatters.com). 16 Svipuð rök má finna hjá Donald L. Bartlett og James B. Steele. Þeír eru gagnstætt Krugman mjög skeptískir á hnattvæðinguna og telja að hún ógni bandaríska hagkerfinu. Sökudólgarnir séu frjálshyggjumenn og fjölþjóðafyrirtæki sem flytji bandarísk störf til útlanda. Bartlett og Steele (1996): America: Who Stole the Dream? Kansas City: Andrew and McMeel. 17 Jan Isaksen (2002): „Hvorfor gikk det sá bra med Botswana?", Aftenposten 26. mars (netútgáfa). 18 Heimild mín fyrir þessu er sjónvarpsþáttur um Sen. Svo segja menn að ekkert gott komi úr sjónk- anum! Akosh Kapur tekur í sama streng og Sen (: Kapur(1998): „Poorbut Prosperous", TheAtlantic Monthly, sept. (netútgáfa). Stefán Snævarr (f. 1953) er prófessor (heimspeki við Háskólann í Lillehammer í Noregi.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.