Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2003, Page 63
tmm bls. 61 „Dauði Rússinn" var stúdentasöngur sem Strindberg hafði sennilega lært á níunda ára- tugnum hjá nánum finnskum vini, glaðlynda myndhöggvaranum Ville Vallgren. Söngurinn átti rætur að rekja til atviks tveimur áratugum fyrr: Þegar rússneski landstjórinn í Finnlandi féll frá fengu finnskir stúdentar í Helsinki fyrirmæli um að syngja sorgarsöngva við útförina. Þeir hlýddu - það er að segja: þeir tóku traustataki dapurlegt rússneskt þjóðlag og sömdu við það vægast sagt níðangurslegan texta á finnsku þess efnis að nú væri til grafar borinn dauður svikahrappur. Rússarnir skildu vitaskuld ekki orð af því sem sungið var. Vallgren gerði hugmyndina víð- fræga, en bæði lagi og texta var hvað eftir ann- að breytt. ( Berlín ku „Dauði Rússinn" til dæmis hafa verið dansaður við tónana frá sorgarmarsi Chopins. í norrænu listamannanýlendunni í Grez utanvið París var uppfærður afkáralegur lát- bragðsleikur um „Dauða Rússann", þegarfrétt- ir bárust um að kapítalisti allra tíma, bankamað- urinn A.O. Wallenberg, hefði safnast til feðra sinna. Ekki þarf að koma á óvart að bæði Finnar og Pólverjar í Berlín, fulltrúar tveggja þjóða sem voru undir járnhæli Rússa, skyldu taka saman höndum um að svívirða harðstjóra, einkanlega ef þeir voru rússneskir. Og ekki var verra að það skyldi gert við tónlist eftir pólsku þjóðhetjuna Chopin. Það var satanistinn Przybyszewskí sem hafði á hendi tónlistarflutninginn - tæknilega kannski ekki einsog best varð á kosið, en inn- lifunin og ofsinn voru þeim mun ríkari. Strind- berg átti aldrei eftir að gleyma því kvöldi. Flauta og veiðihorn í farteskinu Það ætti að vera orðið Ijóst að Strindberg - sem margir telja hafa verið raunamæddan, tortrygg- inn, ruddalegan og uppstökkan - var í rauninni oftlega ærslafullur félagi og ástríðufullur tónlist- arunnandi. Brátt hafði hann líka fundið aðra krá í Berlín sem átti eftir að verða eftirlætisstaður hans, og það fyrsta sem hann gerði var að veð- setja gítarinn sinn. Án gítarsins ferðaðist Strind- berg ógjarna um heiminn, og helst hafði hann líka í farteskinu flautu og veiðihorn. Einhverju sinni hafði hann siglt útí sænska skerjagarðinn án veiðihornsins, og þá var Axel bróðir hans skikkaður til að senda það með næstu ferju. Hornið er varðveitt í Strindbergsafninu í Stokk- hólmi. (Karin dóttir Strindbergs sagði frá því að hann hefði eittsinn bjargað Siri konu sinni und- an illvígum tarfi með því að klifra uppí furutré og leiða athygli tarfsins frá henni með áköfum hornblæstri meðan Siri kleif yfir girðingu. Hug- rekki Strindbergs var ekki sérlega tilkomumikið - nema við skrifborðið: þar var hann djarfur og stórhættulegur. En hann virðist semsagt hafa haft fyrir venju að bera hornið við beltið þegar hann reikaði útí náttúrunni!) Gítarinn sem Strindberg veðsetti á kránni í Berlín - sem hann gaf heitið Zum schwarzen Ferkel (Svarti grís- inn) eða bara Ferkel og varð fræg í bókmennta- August Strindberg var mikill áhugamaður um Ijósmyndun. Flér stillir hann sér upp með gitar- inn fyrir framan eigin myndavél. Með þessum hætti tók hann margar myndir af sjálfum sér. Myndin var tekin árið 1888, þegar hann var 39 ára gamall. sögunni - var einn af sex gítörum sem hann átti um ævina. Tónlist var ofin inní allt hans ævi- verk. Sýnir og rimmur Gítarinn sem um ræðir var stilltur með sér- kennilegum hætti, meðþví Strindberg vildi gera hendinguna að meðskapandi þætti í tónlistar- flutningi. Þetta er eitt af mörgum dæmum þess að þegar seint á nítjándu öld ól Strindberg á tónlistarhugmyndum sem ekki gerðu að marki vart við sig aftur fyrren fram komu forkólfar frammúrstefnunnar eftir seinni heimsstyrjöld. Sé þannig litið á málið er Strindberg einhver allra djarfasti nýjungamaður tónlistarsögunnar, enda var Arnold Schönberg með hann á heilan- um. í einu bréfinu sér Strindberg fyrir sér sigl- ingu eftir Signu gegnum París og heldur áfram: ... leikandi á ný hljóðfæri, sem ég hef fundið upp, ný lög sem ég læt náttúruna (hendinguna) finna upp, syngjandi söngva með ferundum og áttundum heiltóna sem enginn hefur heyrt..." En líka þegar hann fann upp „óheyrða" tónlist var hann dæmigerður skrifborðsgarpur; skorti dirfsku nema þegar hann mundaði pennann. Tónlistarhugmyndirnar urðu einungis hnyttnar hugdettur (ritverkum hans og bréfum, en voru aldrei leiddar til lykta í klingjandi tónlist. Annars- konar snillinga þurfti til að hagnýta þessa dirfsku; það er ekki fyrren á seinni árum að hugmyndir Strindbergs hafa orðið að veruleika í tónsmíðum. En „rangstilltur" gítar Strindbergs varð strax tilefni einnar af mörgum rimmum á Ferkel. Þegar málarinn Edvard Munch og Ijóðskáldið Gunnar Heiberg lentu í rifrildi greip hin bráð- lynda frú Oda - sem gift var norska málaranum

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.