Gripla - 2019, Blaðsíða 48
GRIPLA48
á hinn bóginn ekkert erindi eiga í ritsöfn fornaldarsagna – sagan sé af
sama tagi og leiðslur, farabækur pílagríma og ferðabækur dýrlinga og ver-
aldlegra manna og skipist því í flokk fornra ferðalýsinga, sem yfirleitt hafi
ekki verið taldar sérstök bókmenntagrein.4 í sama streng tekur Christian
Carlsen, sem segir Eiríks sǫgu víðfǫrla skylda undirflokki leiðslubókmennta
(visiones), er snúist um för pílagríma til annars heims, en sagan hafi um leið
allmörg samkenni með mýtískum-hetjusagnalegum ferðasögum fornald-
arsagna.5 Og á sömu miðum er Mart Kuldkepp, sem ber saman Eiríks sǫgu
víðfǫrla og Eiríks sǫgu rauða, sögurnar af leit hetjunnar að fyrirheitna land-
inu í fjarska og um leið að jarðneskri og andlegri Paradís, og kallar hann
þær „travelogues“, án þess þó að hann segi skilið við hefðbundna flokkun
sagnanna.6 Miðaldamenn munu raunar sjálfir hafa litið á Eiríks sǫgu víðfǫrla
sem dæmisögu; það verður ráðið af ummælum ritstjóra annars af tveimur
elstu handritum sögunnar, Flateyjarbókar, en ritstjórinn kallar söguna
„ævintýr“, sem er þýðing á latneska orðinu exemplum og merkir ‚dæmi‘,
þ.e. stutt saga, „sem skotið var inn í texta til skýringar eða sem dæmi um
logie der Universität München, 1979), 13 [hver fyrirlestur sér um blaðsíðutal]; Rosemary
Power, „Christian Influence in the fornaldarsǫgur Norðrlanda“, The Sixth International Saga
Conference, 28. 7.–2. 8. 1985. Workshop Papers II (Kaupmannahöfn: Det arnamagnæanske
Institut, Københavns Universitet, [1985]), 854; Elizabeth Ashman Rowe, The Development
of Flateyjarbók. Iceland and the Norwegian dynastic Crisis of 1389, The Viking Collection,
Studies in Northern civilization 15 ([óðinsvéum]: The University Press of Southern
Denmark, 2005), 152–156, tilv. 154 og 156; Elise Kleivane, Reproduksjon av norrøne tekstar
i seinmellomalderen. Variasjon i Eiríks saga víðfǫrla, avhandling for graden ph.d. (Ósló:
Institutt for lingvistiske og nordiske studium, Det humanistiske fakultet, Universitetet i
Oslo, 2010), 33–37, 451–456, tilv. 456; Alessia Bauer, „Fremd und Eigen in der Eiríks saga
víðfǫrla: die Umkehrung der Erzählperspektive“, Hvanndalir – Beiträge zur europäischen
Altertumskunde und mediävistischen Literaturwissenschaft. Festschrift für Wilhelm Heizmann,
ritstj. Alessia Bauer og Alexandra Pesch, Reallexikon der germanischen Altertumskunde –
Ergänzungsbände 106 (Berlín og Boston: De Gruyter, 2018), 6.
4 Sverrir Tómasson, „Ferðir þessa heims og annars. Paradís – ódáinsakur – Vínland í íslensk-
um ferðalýsingum miðalda“, Gripla 12 (2001): 23–40; endurpr. Sverrir Tómasson, Tækileg
vitni. Greinar um bókmenntir gefnar út í tilefni sjötugsafmælis hans 5. apríl 2011 (Reykjavík:
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Hið íslenska bókmenntafélag, 2011),
359–378.
5 Christian Carlsen, Visions of the Afterlife in Old Norse Literature, Bibliotheca Nordica 8
(ósló: Novus forlag, 2015), 95.
6 Mart Kuldkepp, „A Study in Distance: Travel and Holiness in Eiríks saga rauða and Eireks
saga víðförla“, Storied and Supernatural Places. Studies in Spatial and Social Dimensions of
Folklore and Sagas, ritstj. Ülo Valk og Daniel Sävborg, Studia Fennica Folkloristica 23
(Helsinki: Finnish Literature Society, SKS, 2018), 206–219, tilv. 206.