Gripla - 2019, Blaðsíða 55
55
að þemað ,för hetjunnar til undursamlegs annars heims‘ komi ekki aðeins
fyrir í fornaldarsögum eins og Eiríks sǫgu víðfǫrla, sem og í Snorra-Eddu og
hjá Saxo, heldur einnig í írskum og velskum bókmenntum, auk þess sem
greina megi áhrif frá trúarlegum og veraldlegum ritum latneskra miðalda.23
Ennfremur hefur David Ashurst bent á ýmsar hliðstæðar frásagnir við
lýsingu Eiríks sǫgu víðfǫrla á Paradís, meðal annars í Leiðarvísi Nikulásar
ábóta Bergssonar, í veraldarsǫgu og í Dialogi Gregoriusar.24 Og nýverið
hefur Christian Carlsen nefnt margvíslegar hliðstæður með sögunni og
leiðslubókmenntum miðalda.25
3. Staðarval Eiríks sǫgu víðfǫrla í miðaldahandritunum fimm
Enginn umræddra fræðimanna hefur leitt hugann að því, hvers vegna Eiríks
saga víðfǫrla var tekin í miðaldahandritin fimm. Elise Kleivane hefur þó beint
sjónum í þá átt og lagt áherslu á mikilvægi textasamhengisins fyrir túlkun
sögunnar, með öðrum orðum mikilvægi hinna textanna, sem varðveittir eru
ásamt sögunni í viðkomandi handritum. Eina og sér megi lesa söguna að
minnsta kosti á tvo mismunandi vegu: annaðhvort sem spennandi frásögn
um ferðir og dvöl ungs manns í fjarlægum löndum til að ná settu marki og
ávinna sér frægð og frama í leiðinni – eða sem frásögn um það, hvernig
Guð stjórnar veröldinni og mönnunum, hvort sem þeir eru kristnir eður ei.
Textasamhengið í GKS 2845 4to og í AM 557 4to styðji skilning sögunnar
samkvæmt fyrrnefnda leshættinum, en textasamhengið í AM 657 c 4to, í
AM 720 a VIII 4to og í Flateyjarbók styðji hins vegar skilning sögunnar
samkvæmt síðarnefnda leshættinum.26 Þessu andmælir Christian Carlsen og
for and What Did he Find? Eiríks saga víðfǫrla as a fornaldarsaga“, Conversions: Looking for
Ideological Change in the Early Middle Ages, ritstj. Leszek Słupecki og rudolf Simek, Studia
Medievalia Septentrionalia 23 (Vín: Fassbaender, 2013), 181.
23 Rosemary Power, „Journeys to the Otherworld in the Icelandic Fornaldarsögur“, 156–175.
24 David Ashurst, „Imagining Paradise“, The Fantastic in Old Norse/Icelandic Literature. Sagas
and the British Isles. Preprint Papers of The Thirteenth International Saga Conference, Durham
and York 6th–12th August, 2006 I, ritstj. John McKinnell, David Ashurst et al. (Durham:
The Centre for Medieval and Renaissance Studies, 2006), 71–80, einkum 78–79.
25 Christian Carlsen, Visions of the Afterlife in Old Norse Literature, einkum 95–100, 162–165,
170–175, 209–217.
26 Elise Kleivane, „Sagaene om Oddr og Eiríkr. Ei teksthistorisk tilnærming til to forn-
aldersagaer“, Fornaldarsagaerne. Myter og virkelighed. Studier i de oldislandske fornald-
arsögur norðurlanda, ritstj. agneta ney, Ármann Jakobsson et al. (Kaupmannahöfn:
Museum Tusculanums Forlag og Københavns Universitet, 2009), 38–45; Elise Kleivane,
Reproduksjon av norrøne tekstar i seinmellomalderen, einkum 447–456.
E i r í k s s a g a v í ð f ǫ r l a Í MIÐaLDaHanDrItuM