Gripla - 2019, Blaðsíða 139
139
ráða af innihaldi bókarinnar að hún er skrifuð af eða fyrir konu.76 í því
handriti er aðeins um að ræða bænavers án nótna. Hvergi annars staðar er
vitað um nótur við þessa bæn og er íslenska söngbókin því einstök að þessu
leyti. Lagið sem stendur í AM 461 12mo er raunar fremur óvenjulegt, í því
er nokkuð um stór stökk og endurteknar hendingar með hætti sem ekki
tíðkast í sléttsöng. Þar sem nóturnar virðast ekki hafa verið birtar annars
staðar fylgja þær hér (sjá nótnadæmi 3).
Ave beatissima civitas (71r–v) er andstef til söngs á Maríuhátíðum.
Textinn stendur með nótum í ótal sléttsöngsbókum á meginlandinu og
er auk þess í þríradda mótettu frá 13. öld, en lagið sem ritað er í AM 461
12mo er ekki hið sama (sjá nótnadæmi 4).77 Þetta er stafrófskvæði, þar sem
upphafsstafir hvers orðs mynda saman stærri heild. Stærstur hluti kvæð-
isins er það sem kallaðist alphabetum, þar sem upphafsstafir orðanna þræða
stafrófið. Þegar stafrófið er á enda taka við orð sem hefjast á sérhljóðunum
a–u, og loks mynda lokalínurnar orðin Maria virgo. íslenski skrifarinn
leggur ekki áherslu á gripluna með viðeigandi stafsetningu, hefur til dæmis
charitatis í stað karitatis og christo í stað xristo.
Ave beatissima
ciuitas divinitatis
eterno felix gaudio
habitaculum iustitie
charitatis lilio
mater nobilis
obscecra78 plasmatorem
quarenus redemptos
sanguine tuearis79
vt viuentis christo
76 Gottfried Wilhelm Leibniz Bibliothek–Niedersächsische Landesbibliothek, MS I 76, bls. 233.
Sjá Helmar Hartel og Felix Ekowski, Handschriften der Niedersächsischen Landesbibliothek
Hannover 1 (Wiesbaden: Otto Harrossowitz, 1989), 76. Nokkrir textar eru til frá miðöldum
sem byrja á orðunum Ave virgo sanctissima (sbr. Analecta hymnica 38, 171), en ekki er um
orðarugl að ræða í íslenska handritinu, framhald textans er allt annað þar.
77 allt annað lag við textann er til dæmis að finna í handritinu Wrocław, Bibl. Kap. Ms 58
(136v), sjá nánar um handritið í nmgr. 66. Mótettan er prentuð í The Montpellier Codex, Part
II: Fascicles 3, 4, and 5, útg. Hans Tischler (Madison: A-R Editions, 1978), nr. 55.
78 Svo hdr., rétt væri ‘obsecra’.
79 Svo hdr., rétt væri ‘tueatur’.
DýrLIngar og DagLEgt BrauÐ Í LangaDaL