Gripla - 2019, Blaðsíða 61
61
ólafur Loftsson.46 Á hinn bóginn hefur Lasse Mårtensson fært sterk
handritafræðileg (kódikólógísk), rithandarleg (paleógrafísk) og stafsetn-
ingarleg rök fyrir því, að áttunda og síðasta kverið í handritinu, þ.e. frá
og með Hróa þætti heimska og Eiríks sǫgu víðfǫrla, hafi upphaflega staðið
í upphafi handritsins og verið fyrr skrifað en sögurnar, sem nú standa
fremst, en þó hafi þetta upphaflega upphafskver ekki staðið beint á undan
sögunum, sem nú standa fremst, með öðrum orðum þær fylgdu „dock inte
i direkt anslutning“.47 Engu að síður hefur Hróa þáttr heimska – frásögnin
af kaupmanninum, sem kemur í bæinn og lætur blekkjast48 – af kódikólóg-
ískum ástæðum ekki getað staðið fremst í kveri.49 Sýnast því tveir kostir
fyrir hendi: Annaðhvort hefur heilt kver, sem endaði á upphafi Hróa þáttar
heimska, en með ella óþekktu efni, glatast framan af handritinu og síðan
tekið við kverið með Hróa þætti heimska, Eiríks sǫgu víðfǫrla o.s.frv., það er
nú 8. kver. Ellegar núverandi 8. kver hefur upphaflega hafist með liðlega
hálfrar blaðsíðu óþekktu upphafsefni og síðan Eiríks sǫgu víðfǫrla, en Hróa
þáttr heimska hefur hins vegar staðið í framhaldi af Sveinka þætti aftast í
kverinu, enda kynnu fyrstu tvö blöð núverandi 8. kvers allt eins að hafa
verið brotin á þann veg, að þau hefðu lent aftast. – Ástand handritsins er
(Uppsölum: Institutionen för nordiska språk, 2007 [bráðabirgðaútgáfa]), 18–27, 160, 199–
204, 217–218; Lasse Mårtensson, Studier i AM 557 4to. Kodikologisk, grafonomisk och ortogra-
fisk undersökning av en isländsk sammelhandskrift från 1400-talet, Stofnun Árna Magnússonar
í íslenskum fræðum, rit 80 (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum,
2011), 27–38, 202, 249–256, 297–298.
46 Sá munur á skrift og handarlagi, sem greina má milli einstakra hluta handritsins, verður
best skýrður með allnokkru miseldri hlutanna, enda skriftin sumpart viðvaningsleg og letur
misstórt.
47 Lasse Mårtensson, AM 557 4to, 204–209, 215–218, tilv. 209; Lasse Mårtensson, Studier i
AM 557 4to, 256–262, 294–298, tilv. 262.
48 Hliðstæðar frásagnir eru meðal annars í Þúsund og einni nótt. Sjá The Arna-Magnæan
Manuscript 557 4to, containing inter alia the History of the first Discovery of America, útg.
Dag Strömbäck, Corpus codicum islandicorum medii aevi 13 (Kaupmannahöfn: Ejnar
Munksgaard, 1940), 19–20; Dag Strömbäck, „En orientalisk saga i fornnordisk dräkt“,
Donum Grapeanum. Festskrift tillägnad överbibliotekarien Anders Grape på sextiofem-
årsdagen den 7 mars 1945. Med bidrag av forna och nuvarande tjänstemän vid Uppsala
Universitetsbibliotek, Acta Bibliothecae R. Universitatis Upsaliensis 5 (Uppsölum: Almqvist
& Wiksells boktryckeri, 1945), 408–444.
49 Af upphafi Hróa þáttar heimska vantar um það bil eitt og hálft blað, sbr. Lasse Mårtensson,
AM 557 4to, 48–51, 68; Lasse Mårtensson, Studier i AM 557 4to, 62–64, 83. Þar af leiðandi
hefur 1. blað 8. kvers (= 41. blað), sem hefst í miðjum þættinum, ekki getað verið upphafs-
blað upphafskversins.
E i r í k s s a g a v í ð f ǫ r l a Í MIÐaLDaHanDrItuM