Gripla - 2019, Blaðsíða 256
GRIPLA256
ingarlegra fyrirbæra almennt í veraldlegan og trúarlegan flokk mun meira
tvímælis fyrr á tímum en á síðari öldum. Mikil umskipti urðu í þessu efni
á upplýsingartímanum en þá drógust yfirráð kirkjunnar yfir fræðastarfi og
bókaútgáfu mjög saman. Eftir upplýsinguna þjónar flokkunin mun meiri
tilgangi en fyrir þann tíma. Öfugt við ofangreinda flokkun er hér litið svo
á að trúarleg hugsun myndi rauðan þráð í Aldasöng jafnvel í enn ríkari mæli
en í öðrum þekktustu heimsósómakvæðum okkar.
Guðrún Nordal hefur áður gagnrýnt flokkun heimsósómakvæðanna
með veraldlegum kveðskap. Lítur hún svo á að kvæðin sem um ræðir séu þá
fremur flokkuð eftir nútímaskilningi á bókmenntategundum og skoðunum
nútímatúlkenda á einkennum kvæðanna en upphaflegu samhengi þeirra.
Varar hún við að einhliða flokkun út frá nútímalegum sjónarmiðum geti
rofið „[…] trúnaðinn við veruleika skáldsins.“53 Þá hefur hún sýnt fram á að
þekktustu heimsósómakvæði okkar frá fyrri öldum hafi verið varðveit með
helgikvæðum og hafi því upphaflega verið flokkuð sem slík.54 Á það má
vissulega fallast. Sé það aftur á móti talið ofmælt út frá nútíma sjónarmiðum
virðist ótvírætt að þau séu öll ort út frá trúarlegri heimsmynd og beri henni
augljós merki.
Heimsósóma- eða heimsádeilukveðskapur stóð með blóma bæði hér og
víða erlendis á síðmiðöldum.55 Gagnrýni þessara kvæða var oft sett fram
með samanburði milli ríkjandi ástands og þess sem áður var, en það er
53 Guðrún Nordal, „Handrit, prentaðar bækur og pápísk kvæði á siðskiptaöld“, Til heið-
urs og hugbótar: Greinar um trúarkveðskap fyrri alda, Snorrastofa. Rit 1, ritstj. Svanhildur
óskarsdóttir og Anna Guðmundsdóttir (Reykholt: Snorrastofa, Rannsóknarstofnun í
miðaldafræðum, 2003), 132–133. Þegar í BA-ritgerð sinni frá 1982 benti G.N. á tengsl
heimsádeilukvæða og helgikvæða. Hún lagði þó áherslu á að afstaða skáldanna til yrkisefn-
isins sem og meðferð þeirra og úrvinnsla á því sé svo ólík að um tvo bókmenntaflokka sé
að ræða og að heimsósómarnir séu á mörkum trúarlegs og veraldlegs kveðskapar. Guðrún
Nordal, Heimsósómi: Athugun á upptökum íslensks heimsádeilukveðskapar, (BA-ritgerð í
íslensku, Háskóli íslands október 1982), 1, 31–33, 36. Sjá og Guðrún Nordal, Skiptidagar:
Nesti handa nýrri kynslóð (Reykjavík: Mál og menning, 2018): 77, 79–80.
54 Guðrún Nordal, „Handrit, prentaðar bækur og pápísk kvæði“, 133–142. Sjá og Guðrún
nordal, „Á mörkum tveggja tíma: Kaþólskt kvæðahandrit með hendi siðbótarmanns,
Gísla biskups Jónssonar“, Gripla XVI, 2005, 217–225. Jón Þorkelsson flokkaði heims-
ósómakvæðin einnig sem trúarlegan kveðskap. Jón Þorkelsson, Om digtningen på Island,
102–103. Sjá og framar um mat Páls Eggerts ólasonar.
55 Jónas Kristjánsson, „Bókmenntasaga“, 278. „Skýringar“, Vísnabók Guðbrands, Jón Torfason
og Kristján Eiríksson sáu um útgáfuna, inngangur og skýringar eftir Jón Torfason, Kristján
Eiríksson og Einar Sigurbjörnsson (Reykjavík: Bókmennta fræðistofnun Háskóla íslands,
2000), 470. Sjá Stefán Einarsson, Íslenzk bókmennta saga, 234–238.