Gripla - 2019, Blaðsíða 110
GRIPLA110
vísar til fyrstu hátíðar almanaksársins, Circumcisio Domini, umskurðar-
hátíðar Drottins, sem var 1. janúar. Hverjum mánuði eru helgaðar tvær
línur og á atkvæðafjöldi þeirra samanlagt að koma heim við fjölda daga í
hverjum mánuði. Messudagar dýrlinga eru yfirleitt gefnir til kynna með
fyrsta atkvæði í nafni dýrlingsins, t.d. tho fyrir Thomas. Vers af þessu tagi
voru útbreidd í Mið- og Norður-Evrópu. Þau tóku mið af þeim hátíðum
sem lögboðnar voru, eða haldnar í heiðri, á hverjum stað og því eru versin
til í ýmsum gerðum.6 Það kemur ekki á óvart að versin í 461 koma svo
til alveg heim við leifarnar af dagatalinu; af hvoru tveggja má sjá hvaða
hátíðir átti að halda í því héraði þar sem handritið varð til eða var í notkun.
í dagatalinu er enn fremur sums staðar bætt inn fyrirmælum um föstur
fyrir helgidaga og um það hversu lengi var heimilt að vinna, t.d. má lesa í 9.
línu á bl. 28r: „fasta fyrir vid þurt vinna til nons“ og á þetta við Þorláksmessu
23. desember. Þessar upplýsingar kallast á við efni í síðasta hluta handrits-
ins (bl. 55–68, síðustu 14 blöðin áður en kemur að nótnablöðunum) sem
geymir lagagreinar úr Kristinrétti Árna biskups Þorlákssonar og Jónsbók.
Jónsbókargreinarnar snúast mest um eignarrétt, svo sem um stuld og reka,7
en ákvæðin úr Kristinréttinum lúta einkum að föstum og helgihaldi, meðal
annars er fjallað um hvaða verk má vinna á og fyrir helga daga.8
í fyrsta hluta handritsins er, auk eiginlegrar rímfræði, líka að finna
ýmiss konar fróðleik sem ekki varðar beinlínis tímatalsútreikninga heldur
fjallar um eiginleika tiltekinna daga eða atburði sem þeim tengjast. Af því
tagi má nefna klausu um illa daga svokallaða (dies mali, 16r9–17r5), en á
þeim er ein stund „er wnyt er til allra lækninga“ (16r12) og mikilvægt að
kunna skil á því svo ekki væri gripið til læknisráða á tíma sem gerði lækn-
inguna fyrir fram gagnslausa.9 Stuttu síðar kemur í handritinu texti um þau
229–230. Á eftir Cisiojanus er í 461 minnisvers um fingrarím, blaði síðar (21r8–12) er minn-
isvers sem vísar á mikilvægustu staðina í talbyrðingi og nokkru aftar (bl. 29r11–29v19) eru
minnisvísur um hvenær tungl kviknar.
6 Uta M. Merzbach, „Calendars and reckoning of time,“ Dictionary of the Middle Ages 3, 21.
Sam Owen Jansson og Oloph Odenius, „Cisiojanus,“ KLNM 2, 564–565.
7 Efni úr Þjófabálki, köflum 7, 9–10, 14–15, og Landsleigubálki, köflum 58, 68 og 71. Sjá
Járnsíða og Kristinréttur Árna Þorlákssonar, útg. Haraldur Bernharðsson o.fl. Reykjavík:
Sögufélag, 2005.
8 Þetta er efni úr köflum 22–24, 26, 29–32.
9 Jens Eike Schnall, „Die dies mali und andere Unglückstage: Kontextualisierung, Kompila-
tionsmuster und Wissensordnung in nordeuropäischen Handschriften des Spätmittelalters,“
Opuscula 12 (2005): 343 –378.