Gripla - 2019, Blaðsíða 188
GRIPLA188
Bókmenntaarfur rómantíska skeiðsins er víðtækur en sennilega smækkum
við hann oft í því sem sagt er og skrifað í stað þess að íhuga hann eins og
þörf krefur. Með þessum orðum er ekki ætlunin að gera lítið úr því sem
gert hefur verið, heldur minna á að margt er enn ógert. Það gildir ekki síst
um íslenska miðaldamenningu og þann menningararf sem rómantíska
stefnan beindi sviðsljósinu að og túlkaði á átjándu, nítjándu og tuttugustu
öld, og bjó til að ýmsu leyti.
Jaðarinn leitar miðjunnar
Lars Lönnroth, sem er íslendingum að góðu kunnur, hefur talað um
skandinavíska endurreisn sem hófst um miðja átjándu öld:
Niflungahring Wagners mætti kalla hápunkt viðamikils hugmynda-
fræðiverkefnis sem hleypt var af stokkunum í Norður-Evrópu um
miðja átjándu öld: misnotkun á norrænum goðsögnum og fornum
ís lenskum skáldskap í því augnamiði að staðfesta nýja rómantíska
sýn: Hið háleita norður. Stundum er talað um þetta verkefni sem
skandinavíska endurreisn... en ber að mínu mati ekki að skilja
sem endurreisn sannra fornnorrænna hugsjóna, frekar sem aðlögun,
endur túlkun, og að nokkru leyti afskræmingur á fornum íslenskum
skáldskap í ljósi nýrra fagurfræðikenninga sem skutu rótum hjá
evrópskum menntamönnum á seinni helmingi átjándu aldar.4
Við þetta mætti bæta að því hefur verið haldið fram að kvæði Ossians,
sem James Macpherson birti 1762–3, hafi í senn ýtt undir áhuga á töfrum
the other problems of historiography and literary criticism. The main points around which
contemporary methodological and ideological arguments circle can almost always be traced
directly back to the romantic heritage“, sama rit, 48.
4 „Wagner’s Ring of the Nibelung may be said to represent the culmination of a vast ideological
project that was launched in Northern Europe around the middle of the eighteenth cent-
ury: the exploitation of Old Norse myth and early Icelandic poetry for the purpose of
establishing a new Romantic ideal, that of the Nordic Sublime. It was a project that is
sometimes referred to as the ‘Scandinavian renaissance’ ... should be understood, I think
not primarily as a revival of genuine Old Norse ideals but rather as a systematic adaptation,
reinterpretation, and partly as a distortion, of old Icelandic poetry in the light of new
æsthetic theories that started to develop among European intellectuals during the latter
half of the eighteenth century,“ Lars Lönnroth, The Academy of Odin. Selected papers on Old
Norse literature (Odense: University Press of Southern Denmark, 2011), 381.