Gripla - 2019, Qupperneq 125
125
Heley heley lamazabatani, það er, Minn Guð, því hefur þú yfirgefið
mig. Heil María. Þann sem sagði: Mig þyrstir og var skenkt edikk
galli blandið. Heil María. Þann er sagði: Fullkomið er, því hann
hafði þá allt fullkomið allt það hann vildi og skyldi þola fyrir vorar
sakir. Heil María. Þann sem sagð⟨i⟩: faðir, í hendur þínar fel ég
anda minn. Heil María. Þann sem virtist að deyja fyrir oss verðuga
manneskja hinum bitrasta dauða. Heil María. Hvers helgasta síða
var upp lokin með spjóti og út rann blóð og vatn í vora synda fyrir-
gefning. (39v9–40r15)49
Það vantar framan á rósakransinn, því í handritinu vantar eitt blað á milli
blaða 38 og 39. Textinn á bl. 39r hefst inni í annarri tíund Maríuversanna,
á undan 18. versi að því er virðist.50 Athyglisvert er að hér fer meira fyrir
móðurmálinu en latínu, orð Krists á krossinum eru tilfærð á íslensku og
Maríuversin eru gefin til kynna með orðunum Heil María.
Ef lagðir voru saman þrír rósakransar með 50 Maríuversum var búið
að mynda Maríusaltara með 150 versum sem mynduðu hliðstæðu við
Davíðssálmana 150 sem eru uppistaðan í hefðbundnum tíðabænum. Hver
rósakrans um sig var helgaður sérstökum leyndardómi trúarinnar, gleði,
sorg og dýrð sem kölluðust á við þrjár stórhátíðir kirkjuársins, jól, páska
og hvítasunnu.51 Rósakransinn í 461 er sorgarkrans, og þar koma til bæði
píslir Krists en líka sorg Maríu. Hennar raunum eru gerð enn frekari
skil í öðrum bænakransi aftar í handritinu (bl. 52v–53v) þar sem ákallinu
er beint til Krists en með tilvísun til sorga guðsmóðurinnar, sem urðu,
ásamt fögnuðum Maríu, mjög útbreitt minni á síðmiðöldum með vax-
49 Sbr. Íslenskar bænir, 124. í þá útgáfu vantar að mestu orðin í efstu línunum á bl. 39r (sjá
næstu nmgr.) og Maríubæn, sem fer á eftir rósakransinum í handritinu, er prentuð í beinu
framhaldi af honum eins og væri hún hluti hans. útgefandi hefur líka leiðrétt orðið speudu
[= spéuðu] í spendu en það er líklega á misskilningi byggt.
50 Rósakransinn er einnig varðveittur í AM 426 12mo, sem er frá 17. öld, en þar vantar
jafnmikið framan á textann sem bendir til þess að handritið sé skrifað eftir 461. Bl. 39r í
461 er máð svo efstu línurnar eru torlæsilegar en þar hjálpar 426 til við að endurgera text-
ann. Fyrstu sjö línur á bl. 39r virðast vera: 1 [þann sem sig umbreytti] upp fiallinu 2 [Tab]
or [fyrir] sinum l[æri]sueinum [petrum] 3 [jac]obum ok [iohannem] Heil mar[ia þann] 4
[uppuakt]i lazarum af dauda [sem] fio[ra] 5 [d]aga hafdi l[e]ig[it] j graufunni Heil 6 [þann]
sem [] palma dag war inn j iherusal 7 [em med] myklum heidri . pater noster Heil
51 Ole Widding og Hans Bekker-Nielsen, „Rosenkrans,“ KLNM 14, 416; Guðbjörg
Kristjánsdóttir, „Sjö A fyrir Ave-vers á altarisklæði frá Reykjum í Tungusveit,“ Árbók Hins
íslenzka fornleifafélags 89 (1992): 87–89.
Dý rLIngar og DagLEgt BrauÐ Í LangaDaL