Gripla - 2019, Side 212
GRIPLA212
Lönnroth, Lars. The Academy of Odin. Selected papers on Old Norse literature.
Odense: University Press of Southern Denmark, 2011.
Man, Paul de. The Rhetoric of Romanticism. New York: Columbia University
Press, 1984.
Müller, Peter Erasmus. Sagabibliotek med Anmærkninger og Indledende Afhandlinger.
Kaupmannahöfn: Dorothea fal. Schultz, 1817–1820.
Nielsen, Sigurd. „Selskabet for Trykkefrihedens rette Brug,“ Historiske Meddelelser
om København IV. Kaupmannahöfn: Selskabet for Københavns historie, 1954–
1957, 225–364.
Sumarliði ísleifsson. Ísland; framandi land. Reykjavík. Mál og menning. 1996.
Sveinn Yngvi Egilsson. „‚Óðinn sé með yður‘: fjölnismenn og fornöldin.“ Guða-
mjöður og arnarleir. Safn ritgerða um eddulist, ritstj. Sverrir Tómasson. Reykja-
vík: Háskólaútgáfan, 1996, 261–294.
–––. Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík. Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, ReykjavíkurAkademían, 1999.
Taylor, Charles. Sources of the Self. The Making of the Modern Identity. Cambridge:
Cambridge University Press, 1989.
Á g r I P
Hetjur og hugmyndir. Um endurritanir og túlkanir Gríms Thomsen á fornum
textum
Lykilorð: miðaldir, rómantík, þjóðerni, frelsi, túlkun, menning og hetjuskapur.
Grímur Þorgrímsson Thomsen varð doktor í fagurfræði og þar með brautryðjandi
í íslenskri menningarsögu. Hann gaf út á dönsku (1846 og 1854) tvær bækur um
það hvernig íslenskir miðaldatextar gætu orðið leiðarhnoða og viðmið í norrænni
menningu. Grunnhugmynd hans er sú að hinn sjálfstæði miðaldamaður og
víkingur sé forveri og nauðalíkur ungum borgara á nítjándu öld, treysti á mátt
sinn og megin, þrái frelsi og sé tilbúinn að standa og falla með gjörðum sínum og
hugmyndum. Hetjan stendur keik andspænis aðli, konungum og náttúruöflum.
Slíkar hugmyndir áttu hljómgrunn í rísandi borgarastétt. Hún var ekki fædd til
valda eins og aðallinn en hagur borgaranna blómgaðist í skjóli iðnbyltingar. Lestur
Gríms á miðaldatextum leitaðist við að renna sögulegum stoðum undir viðhorf
þeirra sem sóttu af jaðrinum og inn að miðju valdsins. Hugmyndir hans eru
hreinræktað afkvæmi rómantísku stefnunnar og bækur hans minna á það hversu
djúpar rætur þeirrar stefnu eru. Það gildir bæði um tengsl rómantíkurinnar við
miðaldir og þau gildi sem hampað er í vestrænni menningu.
í Sögubrotum sínum eða Sagastykker, túlkar Grímur miðaldatexta í því augna miði
að réttlæta hugmyndir og drauma norrænna borgara á nítjándu öld.