Gripla - 2019, Side 123
123
hans signaða höfði, og fyrir það sama spjótið sem Longinus lagði í
gegnum hans hægri síðu, þar er út flaut blóð og vatn fyrir allra synd-
ugra manna skuld. Ég manar þig ikt fyrir þá sömu sorg sem jungfrú
María hafði þá er hún saknaði síns sæta sonar þrjá daga. Ég manar
þig ikt með míns guðdóms sterkleika sem er himinríki og jarðríki
og þú verð⟨ur⟩ ekki þessum manni að skaða í öllum hans lífs tíma
[...]44
Fjöldi sára Krists var ekki alltaf talinn sá sami en algengast var að hafa
þau fimm eins og hér virðist gert.45 ólæsir voru minntir á undirnar með
myndum af krosshanganum umkringdum píslartólum, t.a.m. spjóti, svipu
og nöglum.46 í bæninni hér á undan eru þau fjötrar, naglar, þyrnikóróna
og spjót. Síðusárið, sem Longinus veitti Kristi á krossinum, hafði sérstaka
stöðu, var „meginundin“ og það er undirstrikað í textanum hér með því að
minnst er sérstaklega á hið helga blóð sem úr því rann. Um leið er minnt
á að Guð fórnar sér fyrir sitt eigið sköpunarverk, manninn. Hin kröftuga
mynd af sigurdauða Krists á krossinum styrkti fólk í trú á að með tilstyrk
hans gæti það stöðvað blæðingar — en þær gátu verið ógnvekjandi vandi
sem dró fólk til dauða á skömmum tíma.47 AM 461 12mo gefur innsýn í
þetta vandamál því þar er að finna eftirfarandi blóðstemmu:
Tak fingri þínum, er pollex heitir, og gjör fimm krossa með þessum
orðum sem hér segir: Stemmist þér blóð í nafni föður og sonar og
anda heilags. Les In principio erat verbum og Pater noster + Panem
nostrum cotidianum da in nomine patris, og stattu blóð in nomine
patris. Adiuro te, blóðbogi, per Deum vivum, per Deum verum, per Deum
sanctum, þann er þig stemmdi á sjálfum sér í sínu lífláti, hangandi á
44 Sbr. Alfræði íslenzk III, 114–115, Íslenskar bænir, 122.
45 Það er reyndar ekki ótvírætt hvernig lesa á töluna í handritinu. Kålund las stafinn sem ‘w’
með bandi yfir og prentar ‘vid-under’ (Alfræði íslenzk III, 114). Svavar Sigmundsson túlkar
stafinn sem ‘xv’ og telur því að þarna sé átt við 15 undir (Íslenskar bænir, 122). Stafurinn líkist
þó fremur ‘w’, sem skrifarinn ritar á mjög einkennandi hátt með flúri á fremsta lið, og því
hugsanlegt að túlka hann sem töluna 5.
46 í íslensku teiknibókinni er að finna mynd af krossfestingunni með píningartáknum, sjá
Guðbjörg Kristjánsdóttir, Íslenska teiknibókin (Reykjavík: Crymogea, 2013), 134–135. í
bókinni er einnig bæn til hinna fimm unda Krists, sjá bls. 150 og 162, sbr. Íslenskar bænir,
82–83.
47 Carole Rawcliffe, Sources for the History of Medicine in Late Medieval England (Kalamazoo:
Medieval Institute Publications, 1995), 90–91.
Dý rLIngar og DagLEgt BrauÐ Í LangaDaL