Gripla - 2019, Blaðsíða 108
GRIPLA108
frá þessu má reikna að dagatal ársins fram að 5. október hafi rúmast á níu
blöðum sem hafa þá verið framan við blað 27. Það sem nú fer á undan blaði
27 í handritinu er byrjun á páskatöflu fyrir árin 1539–58, eða 22. sólaröld
eins og segir í yfirskriftinni.3 Líklegt er að handritið hafi verið skrifað um
það leyti sem hún rann upp, eða litlu áður, sem sé á fjórða áratug sextándu
aldar. Bróðurpartur handritsins er skrifaður með einni og sömu hendi, ef
frá eru skildar sjö línur á bl. 50v, en í síðasta kverinu, sem telur fjögur blöð
(bl. 69–72), koma aðrar hendur við sögu. Ekki er gott að segja til um hvort
það kver hefur heyrt handritinu til frá öndverðu. Það sker sig frá meg-
inhluta handritsins í því að þar er að finna texta með nótum, alls níu lög. í
það vantar a.m.k. eitt tvinn (tvö blöð) og útsíður þess eru mjög máðar sem
bendir til þess að þær hafi verið óvarðar og kverið því kannski verið stakt.
Það á hins vegar ekki eingöngu við um síðasta kverið, því síður 8v, 9r, 16v,
32v, 33r, 38v, 39r og 46v, sem allar eru á kveraskilum, eru einnig máðari
en aðrar síður í handritinu. Að öllum líkindum hefur bókin legið laus í
kverum um einhvern tíma og eftir að blöðin fóru að týna tölunni hefur röð
þeirra raskast. Þannig lítur út fyrir að 4. kver handritsins, eins og það er
nú, sé samsett úr leifum af tveimur óheilum kverum og að þau hafi verið
sett saman eftir að heilt kver, sem geymdi þorra dagatalsins, týndist. Sé gert
ráð fyrir að dagatalið hafi eitt sinn verið í heilu lagi í handritinu má hugsa
sér að kveraskiptingin hafi verið eins og sýnt er á mynd á bls. 109.
Efni handritsins má skipta gróflega í þrjá flokka: rímfræði, bænir
og lagagreinar. Á fyrstu 29 blöðunum, eða þar um bil, er einkum rím og
tímatalsfræði ýmiss konar,4 þar með talin fyrrnefnd páskatafla og dagatalið
ásamt minnisversunum Cisiojanus (18v8–20r4) sem halda utan um alla
messudaga kirkjuársins.5 Nafnið er dregið af upphafi fyrsta versins sem
3 „Þetta er aunnur tuttugsta aulld“ 25v1. Sjá N. Beckman, „Inledning,“ Alfræði íslenzk II.
rímtǫl, útg. N. Beckman og Kr. Kålund (København: Samfund til udgivelse af gammel
nordisk litteratur, 1914–16), ci.
4 Langmest af rímfræði handritsins á sér hliðstæður í öðrum handritum og er útgefið í Alfræði
íslenzk II. Kålund gerir grein fyrir AM 461 12mo á bls. ccxxix–ccxxxi og vísar þar til þess
hvar í bindinu er að finna efni úr handritinu.
5 Sjá Alfræði íslenzk II, 223–228. Beckman notar ekki AM 461 12mo við útgáfuna en fjögur
önnur handrit: AM 249 c fol., GKS 3260 4to, Hauksbók og GKS 1812 4to en þar er
Cisiojanus á bl. 1r í handritshluta sem er tímasettur til 14. aldar. Cisiojanus textinn í 461
kemur best heim við textann í 1812. Á undan Cisiojanus í 461 eru minnisvers um sunnudags-
bókstafi (Frangit eglo) og þau er einnig að finna í Hauksbók, sjá Hauksbók, útg. Finnur
Jónsson, (København: Kongelige nordiske oldskrift-selskab, 1892–96), cxxix–cxxx og