Gripla - 2019, Blaðsíða 143
143
Skálholtsdómkirkju. Að minnsta kosti sker efnið á 72v sig úr að því leyti
að það á sinn fasta stað í litúrgíunni en það á ekki við efni fyrri blaðanna
eins og það er nú.
Að lokum er við hæfi að hafa nokkur orð um tónræna eiginleika þeirra
fjögurra laga í AM 461 12mo sem ekki hafa fundist í öðrum heimildum:
Sancta Maria, succurre miseris; Gaude, Dei genitrix; Ave sanctissima virgo og
Ave beatissima civitas. Nóturnar að Sancta Maria, succurre miseris er ekki að
öllu leyti auðvelt að greina en þó virðist söngurinn vera í F-dúr, því grunn-
tónn er F og lækkunarmerki eru greinileg á efstu þremur nótnastrengjum
af fimm (sjá nótnadæmi 1). Laginu má skipta í fimm hendingar (sem enda
á orðunum miseris, flebiles, clero, sexu og Alleluia) og allar enda á tóninum
F nema hin þriðja; hún virðist enda á G en þó er örðugt að lesa úr handrit-
inu hér. í 461 lýkur laginu með langri tónarunu á orðinu „Alleluia“ en hinu
hefðbundna andstefi litúrgíunnar lýkur með Davíðssálmi eins og hefðin
kveður á um.
Gaude, Dei genitrix er ekki sama lag og tíðkaðist víða í Evrópu; það
lag er í frýgískri tóntegund en þótt aðeins síðustu hendingar lagsins hafi
varðveist í AM 461 12mo má af þeim ráða að tóntegundin er dórísk (sjá
nótnadæmi 2). í íslensku bókinni lýkur laginu á tóninum D, ekki E eins og
í hinum útbreiddari sléttsöng.87
Tónsetningu bænarinnar Ave sanctissima virgo er eins og áður er getið
hvergi að finna nema hér (sjá nótnadæmi 3). Lagið er í lýdískri tóntegund
og má hér minna á ábendingu Róberts A. Ottóssonar um að tíðni þeirrar
tóntegundar í Þorlákstíðum kunni að vera fyrirboði þess hve algeng hún
varð í íslenskum söng á 19. öld.88 Allmargar tónhendingar koma fyrir oftar
en einu sinni í laginu, til dæmis eru sömu tónar á orðunum Ave og virgo,
paradisi og libera nos, porta og creatorem, sine peccato og concepisti, sine omni
og nulla est.
Lagið við Ave beatissima civitas hefur ekki fundist í erlendum bókum
þótt textinn komi víða fyrir (sjá nótnadæmi 4). Niðurlagið vantar en þó
virðist ljóst að lagið er í frýgískri tóntegund; upphafshendingarnar sveima
87 útbreiddara lagið hefur auðkennisnúmerið (Cao/Cantus ID) 2920, sjá http://gregorianik.
uni-regensburg.de/cdb/2920, skoðað 30. mars 2019.
88 Róbert Abraham Ottósson, Sancti Thorlaci episcopi officia rhythmica et proprium missæ in AM
241 a folio, Biblioteca Arnamagnæana Supplementum 3 (Kaupmannahöfn: Ejnar Munks-
gaard, 1959), 65–67. Þó ber að hafa í huga að samkvæmt reglum musica ficta mátti syngja B
(B rotundum) þótt skrifað væri H (B quadratum).
DýrLIngar og DagLEgt BrauÐ Í LangaDaL