Gripla - 2019, Qupperneq 254
GRIPLA254
1619, en þar voru birtir tveir sálmar eftir hann. Annar þeirra var tekinn
upp í allar sálmabækur fram að Aldamótabókinni frá 1801. Hinn er enn í
sálmabók þjóðkirkjunnar.45 Á það hefur líka verið bent að bæði í andlegum
og veraldlegum kvæðum Bjarna komi fram einlæg trúhneigð, til dæmis sé
lofsöngs- og fyrirbænarkafla ekki síður að finna í kvæðum sem talin eru
veraldleg en hinum trúarlegu. í báðum flokkum kveður líka við heims -
ós ómatóna.46 Þetta sýnir raunar hve torvelt getur reynst að koma kveðskap
frá fyrri öldum fyrir annaðhvort í hreinum trúarlegum eða veraldlegum
flokki bókmennta.
Aldasöngur er ortur á ofanverðri ævi Bjarna eins og fram kemur í 24.
erindi kvæðisins (sjá skáletur). Hafi Bjarni fæðst á tímabilinu 1560–1580
hefur kvæðið verið samið einhvern tímann á árunum 1630–1650. Sé aftur á
móti fallist á þá skoðun Jóns Þorkelssonar að Bjarni hafi fæðst um 1545 og
látist um 1625 má teygja ritunartímann aftur til um 1615.47 Jón Espólín taldi
að í áður tilfærðu erindi um misjafnan kost barna (þ.e. drengja) á skólavist
og menntun væri að finna gagnrýni í garð Odds Einarssonar (1559–1630)
Skálholtsbiskups. En hann var talinn harðdrægur við að krefjast meðgjafar
með skólasveinum og vildi helst að hún væri tryggð með veðum í jörðum
eða jafnvel greidd með jarðapörtum.48 Eigi þessi tilgáta við rök að styðj-
ast hefur kvæðið verið ort fyrir 1630. Hvað sem því líður virðist ljóst að
Aldasöngur hafi verið ortur á fyrstu áratugum 17. aldar eða a.m.k. fyrir
miðja öldina.
45 Björn Jónsson, „Sálmaskáld úr alþýðustétt“, 133–136. Sálmabók íslensku kirkjunnar (Reykja-
vík: Skálholtsútgáfan, 2001), 296–297 (sálmur nr. 320).
46 Páll Eggert ólason, Menn og menntir IV, 426, 719. Páll Eggert ólason, Sextánda öld:
Höfuðþættir, Saga íslendinga IV (Reykjavík: Menntamálaráð og Þjóðvinafélag, 1944),
348. Páll Eggert ólason, Seytjánda öld, 332. Böðvar Guðmundsson, „Nýir siðir og nýir
lærdómar“, 406, 451–452, 453–454, 455–456. Sjá og Jón Þorkelsson, Om digtningen på
Island, 400–401.
47 Jón Espólín taldi kvæðið ort 1616. Jón Espólín, Íslands árbækur í sögu-formi V (Kaup-
mannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1826), 137, 141. Sjá Jón Þorkelsson, Om digtn-
ingen på Island, 397–398, 404. „Aldasöngur, Einn fagur sálmur um mismun þessarar aldar
og hinnar fyrri. Skýringar“, bragi.arnastofnun.info, sótt 7. desember 2018 af http://bragi.
arnastofnun.is/ljod.php?ID=1313.
48 Sjá 11. erindi. Jón Espólín, Íslands árbækur V, 141. „Aldasöngur, Einn fagur sálmur um
mismun þessarar aldar og hinnar fyrri. Skýringar“, bragi.arnastofnun.info, sótt 12. desember
2018 af http://bragi.arnastofnun.is/ljod.php?ID=1313. Böðvar Guðmundsson, „Nýir siðir
og nýir lærdómar“, 452. Sjá Helgi Þorláksson, Saga Íslands VI, 206–207.