Gripla - 2019, Blaðsíða 247
247
í formála Íslenzks ljóðasafns ritaði Kristján Karlsson t.d. að skáldið hafi
farið saknaðarorðum um kaþólska tíð og að kvæðið kæmi fyrir sjónir sem
„eftirmæli hins gamla siðar“.11
í Aldasöng gagnrýndi Bjarni, sem var af fyrstu lúthersku kynslóðinni
í landinu, samtíma sinn sem hann bar saman við glæstari fortíð í kaþ-
ólskum sið. Er því nærtækt að líta svo á að hann hafi verið neikvæður út
í breytingarnar sem í siðaskiptunum fólust. í þessari grein verður grafist
fyrir um hver afstaða Bjarna hafi í raun og veru verið til siðbótarinnar
og/eða siðaskiptanna og hvað það nákvæmlega var sem hann gagnrýndi í
því sambandi.12 Sérstaklega verður kannað hvort Bjarni hafi aðhyllst það
viðhorf að hér hafi orðið allsherjarhnignun vegna siðaskiptanna, eins og
Nordal, ýmsir samtímamenn hans og fjölmargir eftirmenn þeirra töldu,
eða hvort viðhorf hans hafi verið jákvæðara, þótt vissulega komi fram sú
sýn í Aldasöng að afturför hafi orðið frá fyrri tímum. Þá verður einnig
reynt að greina hvert heimildargildi kvæðisins er á þessu sviði, þ.e. hvort
raunverulega sé mögulegt að nota það til að varpa ljósi á hnignun er hér
hafi átt sér stað í tíð Bjarna og, ef svo er, grafast fyrir um á hvaða sviðum
og hvers vegna hún hafi helst orðið. Einnig verður vikið að því hvernig
Sögufélag, 1990), 185. Björn Th. Björnsson, „Myndlist á síðmiðöldum“, Saga Íslands V,
ritstj. Sigurður Líndal (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, Sögufélag, 1990), 346.
Helgi Þorláksson, Saga Íslands VI (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, Sögufélag,
2003), 118. H.Þ. bendir þó á að myndbrot hafi ekki verið almenn regla öfugt við það sem
B.th.B. áleit. Á seinustu árum hefur gætt mikils endurmats í þessu efni og færð rök fyrir að
íslenskar kirkjubyggingar, þar á meðal innanbúnaður þeirra m.a. myndverk, hafi haldist lítt
raskaðar fram yfir siðaskiptatímann. Sjá m.a. Guðrún Harðardóttir, „Innanbúnaður kirkna
á fyrstu öldum eftir siðaskipti: Þættir úr þróunarsögu“, Áhrif Lúthers: Siðaskipti, samfélag
og menning í 500 ár, ritstj. Hjalti Hugason, Loftur Guttormsson og Margrét Eggertsdóttir
(Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2017), 195–214. Gunnar Kristjánsson, „Mál-
verksmyndir, skurðgoð og líkneskjur: Um myndskilning siðbótarmanna og áhrif hans
hér á landi í ljósi sögunnar“, Áhrif Lúthers: Siðaskipti, samfélag og menning í 500 ár, ritstj.
Hjalti Hugason, Loftur Guttormsson og Margrét Eggertsdóttir (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, 2017), 215–241. Margaret Cormack, „Voru helgimyndir eyðilagðar
á íslandi? Athugun á varðveislu dýrlingamynda fyrsta áratuginn eftir siðaskipti“, Áhrif
Lúthers: Siðaskipti, samfélag og menning í 500 ár, ritstj. Hjalti Hugason, Loftur Guttormsson
og Margrét Eggertsdóttir (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2017), 243–260.
11 Kristján Karlsson, „Formáli“, Fornöld, Miðaldir, Siðaskiptaöld, Kristján Karlsson valdi
kvæðin, íslenzkt ljóðasafn I, ritstj. Kristján Karlsson (Reykjavík: Almenna bókafélagið,
1976), xi.
12 Hér er heitið siðbót notað í þröngri merkingu um guðfræði Lúthers og annarra guðfræðinga
á 16. öld sem og þá kirkjugagnrýni sem af henni reis. Með siðaskiptum er átt við trúar-
pólitískar afleiðingar siðbótarinnar.
„ aLLt HafÐ I annan rÓ M […]“