Gripla - 2019, Blaðsíða 65
65
4. Niðurstöður
að lokum skal hnykkt á meginatriðum undanfarandi athugunar. Ætla
má, að ekki ráði því tilviljun, að Eiríks saga víðfǫrla var skráð í miðalda-
handritin fimm og henni var skipað þar niður í handritunum sem raun
ber vitni:
í GKS 1005 fol., Flateyjarbók, sem geymir Eiríks sǫgu víðfǫrla heila,
segist skrifari/ritstjóri Flateyjarbókar í eftirmála við söguna hafa sett hana
fremst í bókina til að minna á, að „ekki er traust trútt nema af Guði“ og
það sé lykillinn að eilífu lífi, sjálfu hjálpræðinu. Þar af má álykta, að á sama
hátt og Eiríks saga víðfǫrla er saga leitarinnar að Paradís, er sérhver saga –
Noregsveldissagan Flateyjarbók eins og hver önnur saga – saga leitarinnar
að Paradís, saga hjálpræðisins. Eiríks sǫgu víðfǫrla hefur því verið valinn
staður fremst í Flateyjarbók til að minna á hjálpræðissöguna.
AM 720 a VIII 4to er einungis brot tveggja upphaflega samhangandi
blaða, þ.e. tvinn – á fyrra blaðinu eru lokin á Maríujartein og síðan upp-
haf Eiríks sǫgu víðfǫrla, en á síðara blaðinu er brot úr Lilju. Maríujarteinin
og Eiríks saga víðfǫrla væru dæmigert inngangsefni miðaldabóka. Hvort
þeim hefur verið skipað fremst niður í handritinu, sem AM 720 a VIII
4to er leifar af, m.ö.o. hvort tvinnið hefur verið 2. og 7. blað í fyrsta kveri
handritsins, verður hvorki sannað né afsannað, en hlýtur þó að teljast afar
líklegt: Textinn, sem vantar framan á Maríujarteinina, ætti að hafa fyllt
u.þ.b. eina blaðsíðu, en forsíða fyrsta blaðs kversins/handritsins hefði þá
verið auð, og textinn í eyðunni milli blaðanna beggja, sem vantar af Eiríks
sǫgu víðfǫrla og Lilju, mundi einmitt fylla samtals átta blaðsíður, þ.e. fjögur
blöð. Líkur benda því til þess, að AM 720 a VIII 4to hafi upphaflega hafist
með Maríujarteininni og Eiríks sǫgu víðfǫrla.
AM 557 4to, Skálholtsbók, geymir nú í átta kverum eftirfarandi 12
sögur og þætti, flestar óheilar, í þessari röð: valdimars sǫgu, Gunnlaugs
sǫgu, Hallfreðar sǫgu, Hrafns sǫgu sveinbjarnarsonar, Eiríks sǫgu rauða,
rǫgnvalds þátt ok rauðs, Dámusta sǫgu, Hróa þátt heimska, Eiríks sǫgu
víðfǫrla, Stúfs þátt, Karls þátt vesala og Sveinka þátt. Færð hafa verið sterk
handritafræðileg, rithandarleg og stafsetningarleg rök fyrir því, að áttunda
og síðasta kver handritsins, þ.e. frá og með Hróa þætti heimska og Eiríks sǫgu
víðfǫrla, hafi í öndverðu verið í upphafi handritsins og verið fyrr skrifað
en sögurnar, sem nú standa fremst. Hróa þáttr heimska hefur af kódikólóg-
E i r í k s s a g a v í ð f ǫ r l a Í MIÐaLDaHanDrItuM