Gripla - 2019, Blaðsíða 142
GRIPLA142
Enn vantar hér aftan á lagið, hluta síðasta orðsins („-misti“ og Alleluia)
og var sú hending aldrei skrifuð því ekki getur vantað neitt í handritið á
þessum stað.
Á síðasta blaði handritsins (72v) eru textar torlæsilegir og engin leið að
greina nóturnar. Hér eru tveir söngvar, Ave Maria og Michael prepositus
paradisi. Texta þeirra er einnig að finna í sömu röð í handritsbrotinu AM
241 b I ɛ fol., stöku blaði sem talið er ritað um aldamótin 1500 og geymir
fyrirbænir (suffragia communia), andstef með versi og bæn, sem voru hluti
tíðagjörðar í Skálholtskirkju eða fylgdu á eftir henni. Ave Maria og Michael
prepositus paradisi eru þar nr. 2 og 3 af ellefu fyrirbænum óttusöngs; í sömu
syrpu eru einnig andstef og bænir til handa heilögum Þorláki og öðrum
dýrlingum.84 Söngurinn sem hefst á orðunum Ave Maria fyllir þrjár fyrstu
línur blaðsins. Textinn virðist lengri í AM 461 12mo en í Skálholtsbrotinu
en ómögulegt er að lesa viðbótina, síðari hluta fyrstu línu. Að því undan-
skildu hljóðar textinn svo:
Ave maria electa [...] regina gratia plena virgo serena et dei sponsa
gemma pulcherrima pro nobis deum ora.
Á tveimur neðstu línunum er söngurinn Michael prepositus paradisi, sem
auk fyrirbænanna í Skálholti var hafður við fyrri aftansöng á Mikjálsmessu
samkvæmt Orðubók.85 Textinn er á þessa leið:
Michael prepositus paradisi quem honorificant angelorum ciues
intercede pro nobis ad dominum.86
Þessum texta fylgja nótur í allmörgum evrópskum söngbókum en þar sem
nóturnar í 461 eru ólæsilegar verður ekki greint hvort lagið er hið sama.
Það að bæði Ave Maria og Michael prepositus paradisi séu einnig í AM 241
b I ɛ fol. gæti þýtt að efnið á fyrri blöðum kversins sem hér er til umfjöll-
unar hafi upphaflega, áður en það var skafið burt, verið tíðasöngur fyrir
84 Lilli Gjerløw, Liturgica Islandica, Bibliotheca Arnamagnæana 35 (Kaupmannahöfn: C.A.
Reitzels Forlag, 1980), 1, 86–91. Um suffragium sjá Lilli Gjerløw, „Suffragium,“ KLNM
17, 421–422.
85 Ordo Nidrosiensis Ecclesiae, 397. í Stjórn (AM 226 fol.) er heilagur Mikjáll sagður „prepositus
paradisar forstiori“ og má vera að sú lýsing sé sprottin af söngtextanum sem hér um ræðir.
86 Textinn er prentaður í Gjerløw, Liturgica Islandica 1, 89.