Gripla - 2019, Blaðsíða 117
117
alpha caput fines flos origo paracletus mediator : agnus oues uitulus
serpens ariens leo uermis Wnus os werbum splendor : lux gloria lux :
⟨p⟩orta ego panis flos uitis mons janus petra lapis : angelus sponsus
propheta sacerdos athanatos kirios theos panton craton ysos : eley
eley robustus : fortis tetra gramaton jot wau het deus dominus in ex
celsis magister figuramm brachium aquila fundamenta cora hostem24
oriens : eternus inuisibilis incorruptibilis incommutabilis jnpassibilis
: ⟨im⟩mortabilis rex omnipotens pater filius sanctus redemptor
saluator adiutor : sumus bonus unitas trinitas omnipotens : Huer sem
þessi naufn ber sier fyrir rietta trw sialfur gud seigiz þessa manz
minnazt skulu jhans dauda tima og hans sl til eilifs fagnadar snu
(37r16–38r2)
Þarna kemur aftur fram mikilvægi þess að bera nöfnin á sér til þess að
tryggja að allt fari vel á dauðastundinni. Þessi nafnaruna kann að virðast
keimlík hinni fyrri og vera tilviljunarkennd romsa en við nánari athugun
reynist fyrri hluti hennar koma nokkuð vel heim við litúrgískan texta sem
þekktur var í Noregi og á íslandi. Þetta er sekvensían Alma chorus Domini
sem samanstendur af tólf línum undir hexametri og talin upprunnin í
Frakklandi.25 Fyrstu þrjár línurnar eru varðveittar, ásamt nótum, á blaði
úr norskri messubók frá 12. öld26 en Flateyjarbók geymir einnig vísbend-
ingu um að sekvensían hafi verið þekkt í Niðarósbiskupsdæmi. Þar er
sagt frá því, í Sverris sögu, að þegar orrusta þeirra Sverris og Magnúsar
konungs Erlingssonar við Norðnes stóð sem hæst, „gekk Sverrir kon-
ungr fram á þiljur ok lagði af sér vápn sín ok féll á kné ok hélt höndum
til himna ok söng sequenciuna Alma chorus domini til enda ok hlífði sér
ekki á meðan“.27 Samkvæmt sögunni átti orrustan sér stað sunnudag-
inn eftir hvítasunnu en sekvensían Alma chorus Domini heyrir einmitt til
24 Svo hdr., fyrir þessi tvö orð ætti að standa ‘caro’ og ‘ostium’.
25 Analecta hymnica 53, 152. Sjá Lilli Gjerløw, „Alma chorus Domini,“ KLNM 1, 92–94.
26 NRA fragm. 251, sjá Erik Eggen, The Sequences of the Archbishopric of Nidarós, Bibliotheca
Arnamagnæana 21–22 (Copenhagen: Munksgaard, 1968) I, 106; II, 104.
27 Sbr. Flateyjarbok 2, útg. Guðbrandur Vigfússon og C.R. Unger (Christiania: P.T. Malling,
1862), 583–584. Stafsetning hér samræmd. í útgáfunni stendur „Alma chorus dei“ en í
handritinu (bl. 150vb31) er síðasta orðið bundið og hægt að lesa úr því hvort sem er dei eða
domini.
Dý rLIngar og DagLEgt BrauÐ Í LangaDaL