Gripla - 2019, Blaðsíða 63
63
eftir fundi við Maríu.52 Sagan er vita contemplativa, þar sem lögð er áhersla
á gildi iðrunarinnar til að öðlast eilíft líf. – Þá tekur við Eiríks saga víðfǫrla
í handritinu og loks meginsagan, Guðmundar saga byskups.53 – Mikjáls
saga hǫfuðengils, Maríu saga egypzku og Eiríks saga víðfǫrla eru dæmigerðar
inngangssögur miðaldabóka; með þeim er vita byskupsins sett í viðeigandi
ramma hjálpræðissögunnar.
GKS 2845 4to telur nú 73 blöð í tíu kverum og geymir níu sögur og
þætti, þar af fjórar óheilar, en ætla má, að að minnsta kosti 39 blöð hafi glat-
ast.54 Sögurnar og þættirnir eru eftirfarandi í þessari röð: 1. Bandamanna
saga, 2. Norna-Gests þáttr, 3. Orms þáttr Stórólfssonar, 4. Rauðúlfs þáttr, 5.
Hálfs saga ok Hálfsrekka, 6. gǫngu-Hrólfs saga, 7. Yngvars saga víðfǫrla, 8.
Eiríks saga víðfǫrla og 9. Heiðreks saga – með öðrum orðum, Eiríks saga
víðfǫrla er hin áttunda í röðinni í handritinu. Jón Helgason hefur á hinn
bóginn sýnt fram á það, að allt eins er líklegt, að handritið hafi upphaflega
hafist með Yngvars sǫgu víðfǫrla, Eiríks sǫgu víðfǫrla og Heiðreks sǫgu, en
þar á eftir hafi staðið sögurnar og þættirnir sex, sem nú standa fremst; þar
með séu í réttri röð þær sögur/þættir, sem skrifaðar eru með einni og sömu
hendi (sögur/þættir 1–4 og 7–9), en ekki aðskildar af annarri hendi eins
og nú er raunin. Upphaf Bandamanna sǫgu og upphaf Yngvars sǫgu víðfǫrla
séu einu staðirnir í handritinu, þar sem saman fari byrjun kvers og byrjun
sögu, en bókbandið sé yngra en handritið, sem beri þess merki að hafa verið
notað alllengi óbundið. Handritið hafi ekki verið bundið inn fyrr en eftir
að úr því tapaðist, og þess vegna sé engan veginn víst, að hlutar handrits-
ins tveir, A (númer 1–6) og B (númer 7–9), hafi verið bundnir inn í réttri
röð.55 Þar við má bæta, að upphaf Bandamanna sǫgu á núverandi blaði 1r er
sérstaklega auðkennt með eins konar bókamerki – það er með flipa, sem
skorinn hefur verið af á neðri spássíu og brugðið hefur verið gegnum göt,
en flipinn er nú týndur. Á sama hátt er upphaf nýs þáttar eða nýrrar sögu
52 Heilagra Manna Søgur I, Maríu Saga Egipzku II, 495–509, sbr. xiv, 482–495 (gerð I),
510–512 (skinnblaðið AM 238 I fol.); sjá ennfremur Heilagra meyja sögur, útg. Kirsten Wolf,
íslensk trúarrit 1 (Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands, 2003), xxxi–xxxiii,
25–39 (gerð I), 156–158 ásamt tilv.; Kirsten Wolf, The Legends of the Saints in Old Norse-
Icelandic Prose, 245–248 ásamt tilv.
53 Um guðmundar sǫgu byskups sjá Stefán Karlsson, „Guðmundar sögur biskups“, Medieval
Scandinavia. An Encyclopedia, ritstj. Phillip Pulsiano, Kirsten Wolf et al. (New York og
Lundúnum: Garland Publishing, 1993), 245–246 ásamt tilv.
54 The Saga Manuscript 2845, 4to, útg. Jón Helgason, v–vi.
55 Sama rit, vi–ix.
E i r í k s s a g a v í ð f ǫ r l a Í MIÐaLDaHanDrItuM