Gripla - 2019, Blaðsíða 112
GRIPLA112
sem íslendingar bjuggu við á sextándu öld verður að skoða menningu þeirra
í samhengi við þá grónu umgjörð sem trúarlífið skapaði hversdagslífi jafnt
sem hátíðum. í riti sínu The Stripping of the Altars vakti írski sagnfræðingur-
inn Eamon Duffy athygli á því hversu mjög sýn okkar á tímann fyrir
siðaskipti hefði mótast af viðhorfum siðbreytingarmanna og nýaldar. Hvað
trúarlífinu viðvíkur hefur það meðal annars leitt af sér tilhneigingu til þess
að flokka og aðgreina siði og venjur, skilja skarpt á milli leikra og lærðra og
á milli ‘alvöru’ trúarathafna og annarra athafna sem ekki verðskulda að falla
í þann flokk.12 Þá verður líka freistandi að merkja sem hjátrú eða galdra
ýmislegt sem fremur ber að líta á sem þræði í samfellu hversdagslífsins þar
sem hið trúarlega svið var ekki til hliðar við veruleikann heldur samofið
honum. í slíku samfélagi liggur beint við að heita á dýrling til árnaðar þegar
gerð vill ekki komast í ölið,13 syngja bæn yfir sjúkum kálfi, leggja handrit
Margrétar sögu í rúm hjá fæðandi konu14 og bera á sér skinnblað með 72
nöfnum Guðs ef ske kynni að dauðinn kæmi á óvæntri stund áður en tími
hefði gefist til skrifta og hinstu smurningar.
Himnabréf og kraftur helgra nafna
Á bl. 33r1–33v3 í handritinu má lesa eftirfarandi:15
12 Eamonn Duffy, The Stripping of the Altars. Traditional Religion in England c. 1400–c. 1580,
2. útg. (New Haven og London: Yale University Press, 2005), 1–6. Skylda gagnrýni má sjá
hjá Matthíasi Viðari Sæmundssyni, Galdrar á Íslandi: Íslensk galdrabók (Reykjavík: Almenna
bókafélagið, 1992), 55.
13 Jarteinabók Þorláks biskups hin forna. Biskupa sögur 2, útg. Ásdís Egilsdóttir, Íslenzk fornrit
16 (Reykjavík: Hið íslenska fornritafélag, 2002), 113.
14 Um notkun handrita Margrétar sögu við fæðingarhjálp sjá Jón Steffensen, „Margrétar saga
og ferill hennar á íslandi,“ Menning og meinsemdir. Ritgerðasafn um mótunarsögu íslenzkrar
þjóðar og baráttu hennar við hungur og sóttir (Reykjavík: Sögufélag, 1975), 208–215, og
„Hugleiðingar um eddukvæði“, sama rit, 199–201; og Ásdís Egilsdóttir, „Handrit handa
konum,“ Góssið hans Árna. Minningar heimsins í íslenskum handritum, ritstj. Jóhanna Katrín
friðriksdóttir (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2014), 51–61.
Ásdís bendir á að viðbótarefni svo sem bænir, kunni að hafa verið skorið úr sumum handrit-
unum.
15 Hér er textinn prentaður að nútíðarhætti og greinarhöfundar hafa sett greinarmerki til
hægðarauka. Þeim sem vilja komast nær stafsetningu handritsins er bent á útgáfur þeirra
Kr. Kålund í Alfræði íslenzk III. Landalýsingar m.fl. (København: Samfund til udgivelse af
gammel nordisk litteratur, 1917–18), 112–13 og Svavars Sigmundssonar, Íslenskar bænir fram
um 1600 (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, 2018), 120–21. Í
þessum útgáfum er að finna lungann úr bænaefninu sem er í AM 461 12mo en þó vantar