Gripla - 2019, Side 62
GRIPLA62
nú þann veg farið, að ekkert verður fullyrt um stöðu Eiríks sǫgu víðfǫrla í
handritinu nema það, að sagan hefur staðið þar framarlega.
AM 657 c 4to er elsta handritið, sem geymir Eiríks sǫgu víðfǫrla, og
er annað af tveimur miðaldahandritum, sem varðveita söguna heila. AM
657 c 4to er nú 51 blað með eftirtöldum sögum í þessari röð: Mikjáls sǫgu
hǫfuðengils, Maríu sǫgu egypzku (gerð II), Eiríks sǫgu víðfǫrla og Guðmundar
sǫgu byskups (guðmundar sǫgu B, þ.e. svokallaðri miðsögu), en framan af
Mikjáls sǫgu hǫfuðengils hafa glatast að minnsta kosti 15 blöð, og eins eru
fleiri eyður í guðmundar sǫgu byskups.50 – í Mikjáls sǫgu hǫfuðengils eftir
Berg Sokkason ábóta (d. um 1350) segir meðal annars frá falli Lucifers og
væntanlegri viðureign Mikjáls við djöfulinn á dómsdegi, og eru tilfærð all-
nokkur exempla (úr Vitae Patrum, Duggals leiðslu, karlamagnúss sǫgu o.fl.)
til vitnis um það, að góður engill Guðs og illur engill fjandans fylgi hverjum
manni og að Mikjáll fylgi sálum réttlátra til eilífra fagnaða himnaríkis.51 – í
Maríu sǫgu egypzku segir frá bersyndugu portkonunni Maríu, sem iðrast
sárlega og gerist meinlæta- og einsetukona, og sömuleiðis segir þar frá
sjálfumglaða prestinum Zósímasi, sem bætir ráð sitt og fyllist auðmýkt
50 fremst í aM 657 c 4to er bætt við seðli með eftirfarandi upplýsingum Árna Magnússonar
um innihald og uppruna handritsins: „aptan af Sỏgu Michaelis hỏfudeingils. af Maria
Ægyptiacâ hinni bersyndugu. af Eiriki vidfỏrla. gudmundar biskups Saga. fra Jone
Einarssyne. Framanvid var Vilhialms Siods saga defect, sem reverâ eigi heyrer til þessarrar
bokar, og er þar fyrer utan med miklu nyrre skrift. tők eg hana þvi i burtu.“ Vef. Árni
Magnússon, „Seðill“, AM 657 c 4to, 01, Institut for Nordiske Studier og Sprogvidenskab,
Københavns Universitet, http://digitalesamlinger.hum.ku.dk/Home/Details/136730, sótt
28. mars 2019. – Jón þessi Einarsson er að öllum líkindum Jón Einarsson (um 1674–1707),
sem var fyrst konrektor og rektor í Skálholti og síðan konrektor á Hólum, sjá nánar Eiríks
saga víðfǫrla, útg. Helle Jensen, clxxxvii–clxxxix.
51 Heilagra Manna Søgur. Fortællinger og Legender om hellige Mænd og Kvinder. Efter gamle
Haands[k]rifter I, útg. C. R. Unger (Kristjaníu: B. M. Bentzen, 1877), 676–716; um Mikjáls
sǫgu hǫfuðengils og heimildir hennar sjá Christine fell, „Bergr Sokkasonʼs Michaels Saga
and its Sources“, Saga-Book of the Viking Society 16 (1962–1965): 354–371; Ole Widding,
„St Michele at Gargano. As seen from Iceland“, Analecta Romana Instituti Danici 13 (1984):
77–83; sjá ennfremur Tue Gad, „Mikael“, Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder
fra vikingetid til reformationstid XI, ritstj. Georg Rona og Allan Karker (Kaupmannahöfn:
Rosenkilde og Bagger, 1966), 616–620; Kirsten Wolf, The Legends of the Saints in Old Norse-
Icelandic Prose, Toronto Old Norse and Icelandic Series 6 (Toronto, Buffalo og Lundúnum:
University of Toronto Press, 2013), 259–262 ásamt tilv. – Elise Kleivane dregur í efa, að
tilvísun til „bróður Sokkasonar“ í eftirmála Mikjáls sǫgu í AM 657 a–b 4to beri að túlka sem
tilvísun til höfundar sögunnar, án þess þó að hún styðji efasemdir sínar sannfærandi rökum;
sbr. Elise Kleivane, Reproduksjon av norrøne tekstar i seinmellomalderen, 163–164.