Gripla - 2019, Blaðsíða 134
GRIPLA134
til dæmis í Maríukirkjunni í Utrecht þar sem hann var sunginn á miðviku-
dögum utan dymbilviku og páska.63
O florens rosa (69v) er Maríuandstef eignað þýska munkinum, tónskáld-
inu og fræðimanninum Hermannus Contractus sem starfaði við klaustrið í
Reichenau (1013–1054).64 Þetta Maríuandstef er meðal þeirra sem sett er á
tiltekinn vikudag í Breviarium Nidrosiense.65 Textinn er á þessa leið:
O florens rosa mater domini spe[ciosa,
o virgo mitis, o fecundissima vitis,
clarior aurora, pro nobis omnibus ora].
Lagið er einnig þekkt við þennan texta úr heimildum af meginlandi
Evrópu.66
Lag og texti við O florens rosa lifðu lengi á íslandi en í nokkuð breyttri
mynd. í handritinu AM 102 8vo, sem talið er ritað a.m.k. að hluta af
Guðbrandi syni séra Jóns Arasonar í Vatnsfirði um 1680, stendur tvísöngs-
lagið O Jesu dulcissime sem fram til þessa hefur verið talið af ókunnum
uppruna en er sprottið af O florens rosa.67 Söngtextinn í yngra handritinu
63 Ike de Loos, „Liturgy and Chant in the Northern Low Countries,“ Tijdschrift van de
Koninklijke Vereniging voor Nederlandse Muziekgeschiedenis 53 (2003): 35. Um aðrar heim-
ildir um sléttsöng við þennan texta er getið í Jürg Stenzl, Der Klang des Hohen Liedes.
Vertonungen des Canticum Canticorum vom 9. bis zum Ende des 15. Jahrhunderts (Würzburg:
Königshausen & neumann, 2008), 2:117. Á vefsíðunni Cantus: A Database for Latin
Ecclesiastical Chant (cantus.uwaterloo.ca) hefur lagið í AM 461 12mo auðkennisnúmerið
203248. Sléttsöngurinn Nigra sum hefur yfirleitt nokkuð annan texta en þessi, þ.e.a.s. á eftir
„filiae Jerusalem“ kemur „ideo dilexit me Rex“ (sbr. Ljóðaljóðin 1.4). Var sá texti hafður við
ýmsar Maríuhátíðir en einnig Lúsíuhátíð og á hátíðisdögum helgra meyja (commune virg-
inum).
64 Textinn er í Analecta hymnica 5, 50 og Analecta hymnica 24, 6. Auk þess að vera sunginn við
sléttsöng var hann tónsettur af nokkrum höfundum á 15. öld, sjá Julie E. Cumming, The
Motet in the Age of Du Fay (Cambridge: Cambridge University Press, 1999), 202 og 256.
65 P.D. Steidl, Vor Frues Sange fra Danmarks Middelalder (Kaupmannahöfn: Katholsk Forlag,
1918), 94.
66 Sama lag við O florens rosa er til dæmis að finna í handriti sem ritað var í Slesíu um 1474
og er nú í Biblioteka Kapitulna í Wrocław í Póllandi (Bibl. Kap. Ms 58, 180v). um hand-
ritið sjá Arnold Schmitz, „Ein schlesisches Cantional aus dem 15. Jahrhundert,“ Archiv für
Musikforschung 1 (1936): 385–423.
67 Sjá Árni Heimir Ingólfsson, „aM 102 8vo: Kvæða- og tvísöngsbók frá Vestfjörðum,“ Góssið
hans Árna. Minningar heimsins í íslenskum handritum, 36–49.