Gripla - 2019, Blaðsíða 250
GRIPLA250
ólafsson (1619–1688) í Vallanesi. Bjarni er þar ekki nefndur. í handritinu
nefnist kvæðið „Alldar saungur“ og nær yfir síðurnar 44v–47r.21
Skipta má kvæðinu upp á ýmsan hátt eftir efni. Eftirfarandi efnisskipan
gefur skýrast yfirlit yfir byggingu þess að mínu mati:
Ákall um upplýsingu heilags anda og trúarjátning: 1. og 2. erindi.
Heimsádeila: 3.–5. erindi.
Aldarfarslýsing: 6. og 7. erindi.
Upphafning fortíðarinnar: 8.–11. erindi.
Hrörnun íslands: 12.–15. erindi.
Afstaða til siðbótarinnar: 16. erindi.
Um vitranir: 17.–19. erindi.
Eskatólógískt ákall og almenn bæn: 20.–23. erindi.22
Ævi- og aldarfarslýsing: 24. erindi.
Persónuleg bæn: 25.–31. erindi.
Um endurlausnina: 32.–34. erindi.
Lofgjörð: 35.–37. erindi.23
Síðar í greininni verður vikið að annars konar skiptingu efnisins og þá
með tilliti til þess hvort um veraldlegt eða trúarlegt efni sé að ræða, sem og
hvaða guðfræðilegu stef er fjallað um hverju sinni. Þau geta gengið þvert á
þessa efnisgrind sem aðeins er ætlað að varpa ljósi á byggingu kvæðisins.
Ævi og kveðskapur Borgfirðingaskáldsins
Bjarni Jónsson, sem kallaður hefur verið Borgfirðingaskáld en einnig
Bjarni skáldi, var ýmist kenndur við Húsafell eða Bæ í Borgarfirði eða
21 Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins II, samið hefir Páll Eggert ólason (Reykjavík:
Prentsmiðjan Gutenberg, 1927), 661.
22 Eskatólógía er hér notað yfir orðræðuna um hina síðustu tíma, upprisu, dóm, eilíft líf og/
eða eilífa glötun.
23 Staka 16. erindið tengist kaflanum næsta á undan en er hér látið standa stakt til að vekja
athygli á sérstæðu efni þess. 24. erindið myndar brú milli efnisins á undan og þess sem á
eftir kemur. Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir skipti kvæðinu þannig upp: 1. 1. erindi.
Ákall til guðs, 2. 2. erindi. Trúarjátning og inngangur að heimsádeilu, 3. 3.–17 erindi.
Heimsádeila, 4. 8.–11. erindi. Samanburður við fortíðina, 5. 12.–17. erindi. Lýsing á hnignun
trúmála, 6. 17.–19. erindi. Um vitranir, 7. 20.–24. erindi. Bæn og ákall, 8. 25.–29. erindi.
Þakkargjörð, 9. 30.–34. erindi. Sigur Guðs yfir Sathan, 10. 35.–37. erindi. Lofsöngur.
Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, „Aldasöngur eftir Bjarna Jónsson skálda, IV. Um
gerðir kvæðisins“, án bls.-tals.