Milli mála - 2018, Page 8
MILLI MÁLA
8 Milli mála 10/2018
Verkið inniheldur áleitna þjóðfélagsádeilu á blekkingu, hræsni,
trúgirni og almenn óheilindi. Guðrún segir frá viðtökum leik-
ritsins, sem frumsýnt var við hirð sólkonungsins Loðvíks XIV., á
ritunartíma verksins, en einnig uppfærslum síðustu ára. Að lokum
fer greinarhöfundur yfir sýningarsögu leikritsins hér á landi frá því
að tveir þættir þess voru fyrst settir upp í Iðnó árið 1929 til nýrrar
uppfærslu Þjóðleikhússins í þýðingu Hallgríms Helgasonar á vor-
dögum 2019.
Þýðingar á bókmenntaverkum geta skipt sköpum um viðtökur
þeirra og þar er þýðandinn í lykilhlutverki. En hversu langt má hann
ganga í verki sínu? Í grein sinni „Nærvera og túlkun þýðandans.
Notkun hliðartexta í þýskri þýðingu á Pilti og stúlku eftir Josef C.
Poestion“ fjallar Marion Lerner um sýnileika og ósýnileika þýðand-
ans út frá þýðingu Josefs C. Poestion á skáldsögunni Piltur og stúlka
eftir Jón Thoroddsen úr íslensku á þýsku. Austurríski þýðandinn
hikaði ekki við að nota hliðartexta á borð við tileinkanir, formála,
neðanmáls- og aftanmálsgreinar o.fl. til að koma athugasemdum og
upplýsingum á framfæri og átti þannig í stöðugu samtali við les-
endur sína. Þessi mikla nærvera þýðandans í textanum endurspeglar
ekki einungis afstöðu þýðandans til verksins heldur einnig skoðanir
hans á íslensku þjóðinni. Í þýðingafræðilegri orðræðu undanfarinna
áratuga hefur mikið verið fjallað um ósýnileika þýðandans og hann
jafnvel gagnrýndur. Marion Lerner rýnir hér í túlkun Josefs C.
Poestion á verkefni þýðandans og markmiði hans með þýðingum
úr íslensku.
Þýðingar og þær spurningar sem vakna í því samhengi eru einn-
ig viðfangsefni Olgu Markelovu sem fjallar stuttlega um þýðingu
sína á skáldsögu Hallgríms Helgasonar, 101 Reykjavík, á rússnesku.
Eitt af því sem vafðist hvað mest fyrir henni voru margvíslegir orða-
leikir höfundar en slík orðaleikfimi getur reynst þýðendum nokkur
höfuðverkur. Hér segir Olga frá því hvernig hún leysti þann vanda
og gefur nokkur lýsandi dæmi úr þýðingu sinni.
Í þessu hefti Milli mála er nú að finna verk fjögurra þýðenda.
Jón Egill Eyþórsson þýðir tvö ljóð eftir hið fræga kínverska ljóð-
skáld Wang Wei, „Hsiang Chi-hof (hof vaxandi ilms) sótt heim“
og „Dádýrsgerði“ og segir frá höfundinum. Rebekka Þráinsdóttir
kynnir stuttlega hið þekkta rússneska skáld Aleksander Púshkín og