Milli mála - 2018, Page 20
AVÓKADÓ OG MAÍS
20 Milli mála 10/2018
Avogato-Birnen, ,avókadópera‘, Advokaten-Birne33 og Alligator-Birne34
en myndir orðsins í þýsku eru nú Avocado, Avokado eða Avokato.35
Danska orðabókin, Den danske ordbog,36 telur að avocado, einnig
stafsett avokado, hafi komið í dönsku úr spænsku, sem má teljast
hæpið ef saga orðsins í málinu er rakin. Orðið kemur vart fyrir í
dönskum orðabókum fyrr en með útgáfu á viðauka dönsku orða-
bókarinnar (ODS) í lok 20. og byrjun 21. aldar.37 Þar kemur fram
að orðið sé fyrst bókfest í málinu árið 1767. Eftir því sem best
verður séð kemur orðið fyrst fyrir í safni með ýmsum ferðasögum,
Almindelig Historie over Reiser til Lands og Vands, sem voru þýddar
úr ensku á dönsku og gefið út á árunum 1748–1761. Þýðandi
verksins var Christen Schmidt (1721–1810).38 Í safninu er meðal
annars ferðasaga Williams Dampier í danskri þýðingu og aðlögun. Í
textanum stendur skrifað: „Dampier admirerer Sapadiller, Avogatos,
og Mammets-Sapota, samt Stierneæblerne, saa at han endogsaa
giør sig en Pligt af at beskrive dem.“39 Á sömu blaðsíðu kemur
Avogatotræ fyrir og er það sagt geta „holdes for et slags Pæretræ“.40
Af ofansögðu er ljóst að tökuorðið hefur komið í dönsku úr ensku og
að það á sér aðeins lengri sögu í málinu en fram kemur í dönskum
heimildum.41 Orðmyndin avokat, „et slags stor Winterpære“, kemur
33 Advokat merkir ,lögfræðingur‘.
34 Tökuþýðing úr ensku. Merking orðsins er ,krókódílapera‘ og sprettur af samlíkingu avókadóhýðis
við krókódílaskinn.
35 DF = Duden, Das Fremdwörterbuch, Mannheim, Leipzig, Wien, Zürich: Dudenverlag, bls. 98.
36 DDO = Den danske ordbog, s. v. avokado http://ordnet.dk [sótt 15. desember 2018]. Sjá einnig
PNOE = Politikens forlag, Politikens Nudansk Ordbog med etymologi, Ålborg: Politikens, bls. 105 (s.
v. avocado el. avokado). PEO = Politikens forlag, Politikens etymologisk ordbog, Ålborg: Politiken, bls.
105 (s. v. avocado el. avokado).
37 ODSS = Danske sprog- og literaturselskab, det, Ordbog over det danske sprog. Supplement, København:
Gyldendal, 1992–2005, http://ordnet.dk/ods/ [sótt 15. desember 2018], s. v. avokado. Sjá einnig
MF = Karl Hårbøl, Jørgen Schack og Henning Spang-Hanssen, Fremmedordbog, København:
Munksgaards ordbøger, 1997, bls. 83. Politiken, Politikens nudansk med etymologi, København:
Politikens Forlag, 2000, bls. 105.
38 R. Paulli, „C. Schmidt“, Dansk Biografisk Leksikon, 3. útg., København: Gyldendal, 1979–1984,
http://denstoredanske.dk/index.php?sideId=297086 [sótt 15. desember 2018].
39 Almindelig Historie over Reiser til Lands og Vands, I–XVIII, København, 1748–1762, hér 1761, bls.
117. Sapadiller (spæ. zapotilla,) og Mammets (spæ. mamey?). Sapota (spæ. zapote, nah. zapotl) er orð
úr máli indíána í Mexíkó yfir ávöxtinn Pouteria sapota.
40 Sama rit.
41 ODS = Danske sprog- og literaturselskab, det, Ordbog over det danske sprog, København: Gyldendal,
1975, http://ordnet.dk/ods/ [sótt 15. desember 2018]. ODS er söguleg orðabók sem nær yfir tíma-
bilið frá 1700 til 1950. ODSS.